Edward Munch Hérna koma smá heimildir um norska listmálarann Edward Munch

Edward Munch fæddist í Loten, Noregi þann <B> 12 desember 1863. </B> Hann aldist upp á stað sem heitir Christiania sem í dag er þekkt sem Osló. Foreldrar hans og tvö systkini (bróðir og systir) létust þegar hann var mjög ungur og er það talið helsta ástæða þess hve daprar og þunglyndar myndir hans eru. Eru til dæmis myndirnar <i>The sick child</i> (1886), <i>The vampire</i>(1893-94) og <i>Ashes</i>(1894) taldar sýna það hve upptekin hann var af dökku hliðum lífsins.

Hann stundaði nám hjá Christian Krohg, sem var norskur <i>“naturalistic”</i> málari.

Hann ferðaðist til Parísar árið 1885, 22 ára gamall. Verk hans byrjuðu mjög fljótt að verða fyrir áhrifum franskra listmálara, fyrst <i>”the impressionists”</i> og seinna meir <i>”postimpressionists”.</i> Einnig blandaði hann því saman með smá <i>”art nouveau design”. </i>

Líkt og margir listamenn á þessum tíma var hann mikið á móti almennri hegðun, og þegar hann var 29 ára(1892) tók hann þátt í <i>(”controversial”)</i> óvenjulegri sýningu í Berlín.

Flestir vinir hans og kunningjar voru af sama meiði, listmálarar, leikarar og rithöfundar. Einn af hans bestu vinum var norska leikskáldið <B>Henrik Ibsen</B> og hannaði Munch mörg leiksvið fyrir hann.

Á milli áranna 1892 til 1908 flakkaði Munch mikið á milli Parísar og Berlín og var hann þekktur þar fyrir verk sín <i> (prints, etchings, lithographs og woodcuts) </i>

Árið 1908 fékk Munch taugaáfall og fylgjandi því snéri hann svo aftur heim til Oslóar árið 1910 þar sem hann varð áhugasamari um náttúruna og byrjaði að mála litríkari og bjartsýnni málverk.

Á sjötugasta afmælisdegi hans 1933 var hann verðlaunaður <B>The Grand Cross of the Order of St. Olav.</B> og er Munch talinn einn besti listmálari Noregs.

Edward Munch lést í Ekely nálægt Osló, 23 janúar 1944, 81 árs gamall og ánefndi mörgum af sínum verkum til borgarinnar Osló sem byggði svo safn til heiðurs honum.

Þið þekkið líklega þennan listamann út af verki hans sem heitir <B>Ópið</B> eða <i>The scream og The Cry</i> á ensku en því var stolið á sýningu í tengslum við Vetrarólympíuleikana þann 12 apríl 1994 í Lillehammer í Noregi. Var þetta mikið í fréttunum á þessum tíma vegna þess hve frægt þetta málverk var/er og man ég meira að segja eftir þessu þótt éghafi bara verið rétt svo 11 ára gömul. Það var talið að málverkið myndi finnast mjög fljótlega þar sem það var svo þekkt og það yrði mjög erfitt að koma því í verð á markaðnum.
Það rættist ekki alveg en það fannst tæplega 3 mánuðum seinna(7. maí 1994) óskaðað á hóteli í Asgardstrand rétt hjá Osló.

<B>Heimildir</B>

http://www.ibiblio.org/wm/ paint/auth/munch/
http://www.museumsnett.no/munchmusee t/en/munch.htm
http://www.edvard-munch.com/backg/artic les/NT_940508.htm
http://www.edvard-munch.com/backg/ar ticles/NT_940213.htm