E-mail sem var sent út frá Nexus.
Gott að vekja smá athygli á því.
——————————————————-

Við í Nexus viljum bjóða öllum myndasögugerðarmönnum, ungum sem öldnum,
á að sýna myndasöguverk sín á myndlistarsýningu í spilasalnum okkar laugardaginn 3. maí
samhliða FREE COMIC BOOK deginum fræga þar sem við munum gefa 2500
myndasögublöð (þar á meðal nýja íslenska myndasögu og Ultimate X-Men #1
eftir Mark Millar).

Þetta er kjörið tækifæri fyrir upprennandi myndasögugerðarmenn og konur til að sýna hvað í þeim býr,
því atburðurinn verður gríðarlega vel auglýstur í fjölmiðlum. Ef þið þekkið til upprennandi myndasögu-
snillinga látið þá þá vita strax.

Dagskráin hefst kl. 15 (ekki kl. 12 eins og var auglýst áður).

Það verða allir sem vettlingi geta valdið að taka þátt.
Hafið samband sem fyrst við Pétur með því að
senda tölvupóst á nexus@heimsnet.is


Kveðja

Pétur Yngvi Yamagata
Umsjónarmaður FREE COMIC BOOK DAY á Íslandi
[------------------------------------]