Gleymt lykilorð
Nýskráning
Myndasögur

Myndasögur

5.185 eru með Myndasögur sem áhugamál
11.878 stig
230 greinar
1.199 þræðir
101 tilkynningar
11 pistlar
712 myndir
478 kannanir
11.197 álit
Meira

Ofurhugar

Wolvie Wolvie 714 stig
Darth Darth 652 stig
Gourry Gourry 628 stig
THT3000 THT3000 588 stig
Necc Necc 496 stig
Ingi Ingi 396 stig
alvaro alvaro 294 stig

Stjórnendur

í Vinnslu.

------------------------------------

Greinar

Mig langar geðveikt mikið til að skrifa grein um uppáhalds myndasögubókina/persónuna/höfundinn/teiknarann. Eru einhver guidelines sem ég ætti að fara eftir?

Fyrst og fremst þá er gott að kynna sér efnið vel sem þú ætlar að taka fyrir. Netið er nú það skemmtilegt að auðvelt er að nálgast flest allt. Aftur á móti þarf að hafa í huga að ekki eru allir sannsöglir á síðum sínum og hef ég sjálfur brennt mig á því.

Þegar þú byrjar greinina þá skaltu byrja á því að kynna efnið. Þú ert að gefa fram áætlun þína í fyrstu línunum. Þegar þú hefur klárað það þá skaltu tala um efnið og hugmyndir þínar og útfæra greinina þína og innihald hennar. Þegar þú endar greinina þá skaltu skrifa hálfgert "So What?" þar sem þú gefur ástæðuna fyrir því að efnið er svona merkilegt og gott og hvers vegna spurningarnar sem þú færðir fram séu eitthvað sem er kjöt í.

Þetta ættu að nægja í bili. Endilega að skrifa eitthvað innihaldsmikið. Það er því miður svo að ég samþykki ekki greinar sem eru bara 5 línur jafnvel þó að mynd fylgji. Einni skal þess getið að myndin verður að tengjast efninu á einhvern hátt. Ekki tala um Spiderman og setja svo mynd af kettinum hans Jónasi eða Superman.

Einnig skulu menn gefa fram urlið eða nafn á bókum sem þeir ná í upplýsingar frá. Þetta er ekki nauðsynlegt en þetta gefur ykkur talsvert meiri sannfæringarkraft þegar þið ræðið efni ykkar.

Þetta hljómar kannski allt frekar þungt en treystið mér, þetta er mjög einfaldur hlutur´.

mIRC

Eruð þið með Irc-rás? Ég er svo 133t að ég vill vera með
Já, við erum með Irc-rás sem ber því undur-fallega nafni og frumlegu í þokkabót, #comics.is

Draw-Club

Hvað er Draw-Club?
Það er hugmynd sem Gourry stal af Dhabih Eng(farið á síðuna hans og grátið sijun.com). Grunn hugmyndin er að ég(eða einhver annar) komi með hugtak að einhverju - hlut, tilfinningu osfrv.- og að fólk taki það á sig að túlka þennan hlut á blað.

Áhöld

Hvað notar maður þegar maður er að teikna?
Það getur enginn svarað þessari spurningu 100%. Hérna er smá útdráttur.

Blýantur
Blýantur er myndasögumannsins. Hann er einfaldur eða flókinn(tréblýantur eða skrúfblýantur). Blýin koma einnig í mörgum tegundum. Fyrir þá sem vilja ljósar línur þá mæli ég með 2H sem er víst það sama og Joe madureira notar í sínar skyssur þegar hann er að byrja. HB er svona staðallinn og mest notaður og ef maður er í myndlistarskóla Reykjavíkur þá eru nokkrir kennarar sem vilja að maður noti 2B, sem er mjúkur og dökkur.

Strokleður
Til eru ýmsar tegundir af strokleðrum, sérfræðingarnir mæla oftast ekki með lituðum strokleðrum hvað þá svörtu. Þar sem það getur litað blaðið í sumum tilfellum. Ég er að vísu mjög hlynntur góðu boxi strokleðrunum jafnvel þó að þau séu svört.

Strokleður í penna
Hægt er að fá strokleður í hálfgerðu pennaformi. Mjög þægilegt ef maður þarf meiri nákvæmni en ella. Mér finnst að vísu strokleðrið ekki nærri eins gott og það er í Boxi samt.

Graphite Stick
Til er pennar sem eru blý í gegn og mjög þægilegir fyrir skyggingu. Þeir eru ekkert notaðir í myndasögu gerð nema þegar fólk er að reyna að ná einhverju fram. Þetta er meira fyrir Real-Life skissurnar sem maður gerir þegar maður er að æfa sig.

Photoshop
Eitt af bestu forritunum til að lita myndirnar sínar. Auðvelt í notkun og hægt að framkalla ýmsa hluti á litlum tíma. Burstarnir sem forritið býður upp á eru ekki margir en nýtast samt mjög vel. Helsti galli þess er hversu dýrt það er en hérna á klakanum kostar það frá 100.000 kr. upp í 120.000 kr. í Aco og Tæknival. Kostar umþb 60.000 - 70.000 í USA
Adobe Heimasíðan

Painter
Annað mjög gott forrit til að lita og teikna með en samt talsvert flóknara. Painter hermir eftir alls konar alvöru teikniáhöldum eins og Olíu, tússi, blýanti og margt fleira. Hægt er að ráða þykkt blýsins/olíunnar og hversu sver penninn/burstinn er. Endalausir möguleikar sem tekur tíma á að læra á en er mjög gott þegar maður hefur náð tökum á því. Aco selur það á 48.000 kr og er þarna talsverður munur á verði miðað við Photoshop. Kostar umþb. 36.000 kall í USA
Corel Heimasíðan

Paint Shop Pro
Forrit sem var í mikilli samkeppni við Photoshop á sínum tíma. Er ekki eins gott en samt hægt að nota það og nýtist vel þeim sem eiga ekki efni á Photoshop. Fæst í Tæknivali á um það bil 10.000 kr.
JASC Heimasíðan

Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok