Skoski myndasöguhöfundurinn Grant Morrison áritar verk sín í myndasöguversluninni okkar, Nexus kl. 17:00,
ásamt því að halda fyrirlestur í Grófarsal í húsi Borgarbókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu, klukkan 8 á menningarnótt
LAUGARDAGINN 17. ÁGÚST!

Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni verslunarinnar Nexus, Borgarbókasafns Reykjavíkur
og Menningarnætur Reykjavíkurborgar.
Morrison er einn af þeim evrópsku myndasöguhöfundum sem hafa haft mikil áhrif á þróun
myndasögunnar á undanförnum árum og er í dag meðal vinsælustu og virtustu rithöfundum þessa listforms.
Steven Spielberg keypti nýlega réttinn á að framleiða kvikmynd eftir handriti Grant Morrison.
Myndin mun heita Sleepless Knights.
Morrison aflaði sér fyrst vinsælda með verðlaunaverkinu Batman: Arkham Asylum sem veitti nýja,
ógnvekjandi sýn á Leðurblökumanninn og óvini hans. Hann hefur spreytt sig á mörgum af þekktustu hetjum
myndasöguformsins og skrifar nú New X-Men, eitt víðlesnasta myndasögurit á vesturlöndum í dag.
Verk hans skera sig frá ríkjandi frásagnarhefð og sem höfundur er hann bæði frumlegur og óútreiknanlegur.
Helsta höfundarverk Morrisons er sagan af hinum Ósýnilegu, The Invisibles. Þar er heimspeki,
göldrum, anarkisma og vísindaskáldskap blandað saman á einstakan hátt en Wachowski bræður voru innblásnir
af sögunni þegar þeir gerðu myndina The Matrix. The Invisibles hefur skipt gagnrýnendum í tvö horn, en þeir
hafa ýmist hlaðið verkið lofi eða rifið niður. Allir eru þó sammála um að annað eins verk hafi ekki áður
litið dagsins ljós.
Svona rétt til að minna ykkur á að GRANT MORRISON
áritar hér í búðinni NÆSTA LAUGARDAG KL. 17:00
þá er hér tæmandi listi yfir allt sem við eigum eftir
snillinginn sjálfan. SKOÐIÐ KÁPURNAR Á WWW.NEXUS.IS
—————————————————– ————-
THE INVISIBLES VOL 1 SAY YOU WANT A REVOLUTION
THE INVISIBLES VOL 2 APOCALIPSTICK
THE INVISIBLES VOL 3 ENTROPY IN THE U.K.
THE INVISIBLES VOL 4 BLOODY HELL IN AMERICA
THE INVISIBLES VOL 5 COUNTING TO NONE
THE INVISIBLES VOL 6 KISSING MISTER QUIMPER
THE INVISIBLES VOL 7 THE INVISIBLE KINGDOM (LOKABÓKIN -VÆNTANLEG NÓVEMBER 2002)
Taumlaust frelsi eða eilíf ánauð. Þetta eru valkostinir sem að INVISIBLES leynireglan býður heiminum.
Með heimspeki, skotvopnum, kukli, eiturlyfjum og kynlífi berst INVISIBLES hryðjuverkahópurinn fyrir því að minnka blindblettina í vitund okkar

“MORRISON HEFUR GEFIÐ OKKUR INNSÝN Í EITTHVAÐ SEM MANNI
FINNST AÐ SKIPTI MÁLI. ÖLLU MÁLI.”—Heimir Snorrason, Morgunblaðið

“MÖST FYRIR UPPALENDUR, HVORT SEM ÞEIR ERU AÐ ALA UPP SJÁLFAN SIG EÐA AÐRA.”—Megas

“EF TIL VILL ERU ÞETTA STÓRHÆTTULEGAR BÓKMENNTIR.”—Birgir Örn Steinarsson, Morgunblaðið

“THE INVISIBLES ER, ÁSAMT ”FROM HELL“, BESTA MYNDASAGA SEM ÉG HEF LESIД—Pétur Yngvi Yamagata, Nexus.
—————————————————– ————-
THE FILTH
NÝTT SNILLDARVERK EFTIR MORRISON.
THE FILTH ER 13 BLAÐA SERÍA. FYRSTU ÞRJÚ BLÖÐIN ERU KOMIN.
ÁSKRIFTARTILBOÐ:
FÁÐU ÖLL 13 BLÖÐ THE FILTH SEND BEINT HEIM TIL ÞÍN.
10% AFSLÁTTUR OG FRÍ HEIMSENDING.
THE FILTH #1-13 KEMUR ÚT Í EINNI BÓK 2003
—————————————————– ————-
NEW X-MEN VOL 1 E IS FOR EXTINCTION
NEW X-MEN VOL 2 IMPERIAL (NÝKOMIN!)
“Þarmeð er tónninn settur fyrir nýja og harðari stefnu í X-heiminum.
Hér er á ferðinni eitt besta X-Men frá upphafi þess merka rits.”—Hugleikur, Undirtónar
—————————————————– ————-
ANIMAL MAN VOL 1
ANIMAL MAN VOL 2 ORIGIN OF THE SPECIES (NÝKOMIN!)
Svokallað ofurraunsæi varð vinsælt í ofurhetjusögum eftir tilurð WATCHMEN og DARK KNIGHT RETURNS. Nálgun
meistara MORRISON að þessari vinsælu stefnu var vægast sagt óvenjuleg. ANIMAL MAN byrjaði sem ofurhetjusaga á
alvarlegu nótunum Sögurnar voru stútfullar af þjóðfélagslegum tilvistarpælingum svona rétt eins og allar hinar
ofurraunsæissögurnar sem voru þá í gangi. En þegar leið á söguna kom MORRISON algerlega aftan að lesandanum með
nýstárlegri raunsæispælingu. Hvað ef að persónan í myndasögunni yrði meðvituð um það sem lægi á bak við fjórða
vegginn. Meira getum við ekki sagt án þess að skemma fyrir ykkur einn magnaðasta og frumlegasta klímax í sögu
myndasögunnar.
—————————————————– ————-
MYSTERY PLAY
Leikari sem túlkar guð í uppfærslu bresks smábæjar á sköpunarsögu Biblíunnar finnst myrtur á sviðinu.
Hefst þá afar sérstök morðsaga umvafin leyndarmálum og dulúð. Endir þessarar sögu er eins og tarrot spil, hann
er endalaust opin fyrir túlkun lesandans.
—————————————————– ————-
MARVEL BOY VOL 1 BOY VERSUS WORLD
Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um að MARVEL BOY sé fyrsta “ULTIMATE” serían frá MARVEL. Fyrsta
Marvel Boy serían (Fyrsta af þremur) kom út ári á undan “ULTIMATE SPIDER-MAN”. Bókin fjallar um ungan strák úr
fjarlægju sólkerfi sem að einsetur sér að eyða mannkyninu eins og það leggur sig. Þetta er hetja sögunnar, við
erum vondu karlarnir.
—————————————————– ————-
BATMAN ARKHAM ASYLUM
Jókerinn stendur fyrir óhugnarlegri tilraun til að sannfæra Batman um að hann sjálfur sé jafnoki Jókersins í afbrigðilegri andfélagslegri hegðun. Martraðakennd horror saga eftir Morrison, myndskreitt af snillingnum DAVE McKEAN (SANDMAN KÁPUR, THE DAY I SWAPPED MY DAD FOR TWO GOLDFISH)
—————————————————– ————-
BATMAN GOTHIC
Harður reifari sem að Klaus Jason myndskreytir.
——————————– —————-
JLA VOL 1 NEW WORLD ORDER
JLA VOL 2 AMERICAN DREAMS
JLA VOL 3 ROCK OF AGES
JLA VOL 4 STRENGTH IN NUMBERS
JLA VOL 5 JUSTICE FOR ALL
JLA VOL 6 WORLD WAR III
Þegar DC réð MORRISON á sínum tíma til að skrifa JLA seríunna (SUPERMAN, BATMAN og co.) þá jukust vinnsældir þessa titils frá því að vera á botni topp hundrað listans (yfir mest seldu myndasögurnar) yfir í það að verða vinnsælasta
myndasagan á vesturlöndum nánast á einni nóttu. JLA sögur MORRISONS eru stútfullar af brjáluðum heimsendarpælingum,
súrrealískum stórorustum og óvæntum endalokum. Þessar bækur búa yfir svipuðum sprengikrafti og Die Hard myndirnar,
en eru þó mun langsóttari og litríkari. Lesandanum er skipað að hugsa hraðar en hann er vanur við lestur annara ofurhetjutitla.
—————————————————– ————-
JLA EARTH 2
MORRISON og NEW X-MEN teiknarinn FRANK QUITELY fara hamförum með SUPERMAN, BATMAN, WONDER WOMAN, FLASH, GREEN
LANTERN og öðrum klassískum ofurhetjum úr DC ofurhetjuheiminum. Hetjurnar uppgötva heim sem er fullkomin spegilmynd af þeirra eigin veröld. Ofurhetjur þessa nýja heims eiga meira sameiginlegt með Hitler heldur en Superman og félögum.
Morrison hefur sagt í viðtölum að hann hafi skrifað þessa sögu sem sína útgáfu af JLA kvikmynd.

Þessi grein er í boði Péturs í Nexusi.
[------------------------------------]