Ég hef í nokkur ár verið að lesa myndasögur og les alltaf meira ár frá ári. Ég var alltaf í þessum gömlu góðu, JLA, Superman og Spiderman og hinu og þessu. Ég vissi alltaf af sögum eftir Warren Ellis og Garth Ennis og þessa kalla en lét þá eiga sig. En nú hef ég, síðasta árið, verið að uppgötva Warren Ellis fyrir sjálfan mig, og þessi náungi er bara ótrúlegur! Ég held ég sé að verða búinn að lesa flest allt sem hann skrifaði um Stormwatch, planetary og The Authority og ég á bara ekki til orð til að lýsa þessu, þetta er svo rosaleg lesning. Hann hefur einhvern undraverðan hæfileika til að láta allt sem í sögunni gerist, skipta lesendann svo miklu máli að það er bara eins og maður sé að horfa á fréttir frá sínu eigin heimalandi. Maður les af þvílíkum áhuga. Og persónurnar eru rosalegar. Ég hef ekki eins gaman að Transmetropolitan. En engu að síður þá er Warren Ellis langbesti penninn í myndasögugeiranum að mínu mati. En auðvitað eru margir aðrir góðir og ég er mikið fyrir t.d Garth Ennis. Ég var að klára Stormwatch: change or die(les þetta í dálítið vitlausri röð) og hann kemur manni alltaf á óvart og maður situr eftir agndofa og þarf að kæla sig niður með Xmen eða einhverju léttmeti :) En annars langaði mig líka að spyrja hvort einhverjir hafi lesið global frequency og ef svo er, hvernig er sú sería miðað við annað Ellis efni? Og svo vill ég líka nefna Stormwatch: team Achilles eftir Micah Ian Wright, sú sería er nú hætt og ég vill lýsa yfir mikilli sorg af minni hálfu því þetta var frábært stöff. Annars veit ég að þetta er ekki merkileg grein en þetta áhugamál er nú ekkert að drukkna í nýjum greinum svo þetta er vonandi betra en ekkert.