Rasmus Klumpur Rasmus Klumpur er dönsk myndasögupersóna.
Hann er mikill ævintýra…..ehh……mikil ævintýrapersóna.
Bestu vinir hans sigla með honum um allt og þeir lenda saman í mörgum ævintýrum.
Vinir hans heita Pingó sem er mörgæs, Skeggur sem er bjór, Peli sem er pelíkani, Skjöldur sem er skjaldbaka, Eyrnalangur sem er hundur, Adolf sem er hestur, Trína sem er kýr, Geiti sem er geit,
og Ljónki sem er ljón.
Höfundar Rasmus Klumps heita Carla og Vilhelm Hansen.
Til eru 37 bækur og er búið að þýða einhverjar þeirra á íslensku af Andrési Indriðasyni, s.s. Rasmus Klumpur smíðar skip, Rasmus Klumpur skoðar pýramída, Rasmus Klumpur og uppskeran og Rasmus Klumpur-Kappsigling í Furðuheimum. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. gaf þýddu bækurnar út hér á árum áður og nutu þær mikilla vinsælda, rétt eins og þær höfðu gert út um allan heim.
Sjálfur átti ég þrjár bækur um Rasmus Klump og á ég eina ennþá;
Rasmus Klumpur og uppskeran.
Hún fjallar um að Rasmus Klumpur hjálpar Geita, vini sínum að taka saman uppskeruna hans.
Geiti sér síðan að uppskeran er svo mikil að hann biður Rasmus að
sigla með restina af uppskerunni til bæjarins.
Rasmus Klumpur er skemmtileg myndasögupersóna fyrir börn af yngstu kynslóðinni.
Ég fílaði hann í botn þegar ég var lítill, svo að ég mun alltaf muna eftir Rasmus Klumpi.
Yaina