MAD blaðið er eitt besta myndasögublaðið í heiminum fyrir utan Andrés Önd sem er hafinn yfir allan meting.MAd er blaðið er ættað frá Bandaríkjunum og kannast eflaust margir við þetta.Það er ekki langt síðan ég fór að kaupa þetta blað en nú á ég 25 blöð.Blaðið kemur út mánaðarlega og kastar um 500 kall.Þetta blað er hreinræktað grín og enginn er óhultur fyrir William M Gaines,Max korn og Alfred E Neuman.Gert er grín að nýjustu bíómyndunum,forsetakosningunum og helstu málum í amerísku þjóðlífi.Hvert einasta blað skartar hinum framtannlausa Alfred E Neuman framan á,birtist hann í ýmsum gervum og stundum getur verið snúið að finna hann.Fastir liðir í blaðinu eru MAD fold in,Celebrity cause of death,A mad look at….,Tales from the Duck side,Monroe og margt annað.Þetta blað er orðið frekar gamalt og byrjaði það eitthvað upp úr 1965,þá var blaðið litlar kiljubækur en síðan hefur það þróast út í A4 formið og er komið út nr400 í desember 2000.
Endilega kíkja á þetta blað í næstu bókabúð.

KURSK