Það tók eitt og hálft ár að gera plötuna og engin vissi við hverju átti að búast. Ekki einu sinni Radiohead sem voru dálídið hræddir um að hún væri of öðrvísi the bends. Capitol records útgáfu fyrirtækið þeirra voru ekki einu sinni ánægðir með plötuna þeirra. Það var engin “single” eins og creep sem útvarpsrásirnar gátu nauðgað fram og til baka. En allir önduðu léttar þegar gagnrýnendur fóru að fjalla lofsamlega um plötuna.
Allt í einu var Radiohead orðin ein stærsta og virtasta hljómsveitin. Platan þeirra var meðal annars kosin sem besta plata allra tíma af lesendum Q magazine og unnu einnig Grammy verðlaun fyrir “best alternative music performance”.

01. Airbag
Byrjunar lagið, Airbag fjallar um tilfininguna sem þú færð þegar þú uppgvötar hversu nálægt því þú varst að lenda í alvarlegu slysi.

02. Paranoid android
Lengsta lagið á plötuni og jafnframt fyrsti “singullin”. Radiohead neituðu að gera útvarpsvæna útgáfu en þrátt fyrir það endaði lagið í þriðja sæti Breska vinsældarlistans. Paranoid android var í fyrstu 3 mismunandi lög sem þeir höfðu ekki hugmynd hvað átti að gera við þangað til þeir mundu eftir Happiness sem John Lennon hafði augljóslega sett saman með mismunandi lögum.

03. Subterranean homesick alien
Hér syngur Thom um geimveru sem er að lýsa því sem hún sér á jörðini og mann sem vildi að hann yrði tekin burt af geimverum. Með þessu lagi vilja Radiohead gefa Bob Dylan virðingu sína fyrir lagið Subterranean homesick blues.

04. Exit music(for a film)
Thom Yorke samdi þetta lag fyrir myndina Romeo and Juliet. Hann ætlaði í fyrstu að semja lagið með textum úr myndini en hann hætti fljótlega við.

05. Let down
Þetta lag var tekið upp í stórhýsi leikonunar Jane Seymour's klukkan þrjú um nóttu. Lagið átti á tímabili ekki að vera á plötuni en þeir föttuðu svo seinna hversu vel það passaði við endin á Exit music.

06. Karma police
“It was a band catchphrase for a while on tour - whenever someone was behaving in a particularly shitty way, we'd say ”The karma police will catch up with him sooner or later.“
Þegar það var verið að taka upp myndbandið fyrir lagið þá kom ”carbon monoxide“ út úr loftræsinguni, og í lokin þegar Thom Yorke var ný búinn að syngja ”i lost my self“ þá leið yfir hann.

07. Fitter happier
Thom var einn heima hjá ser fullur þegar hann bjó til þetta lag, sem er einungis sungið eða lesið með tölvu röddu. Radiohead notuðu Fitter happier sem inngangs lag fyrir tónleika ferðalagið þeirra árið 1997.

08. Electioneering
Þetta lag fjallar í stuttu máli um spillta pólitíkusa og um Radiohead þegar þeir voru að ferðast um heimin að reyna að selja plötuna sína. Sumir aðdáendur urðu fyrir smá vonbrigðum með þetta lag eftir að hafa víst heyrt mun betri útgáfu af því á tónleikum árið 1996.

09.Climbing up the walls
Einn af bestu og óhugnalegustu textum sem Radiohead hefur samið. Lagið fjallar um allt sem þú óttast verði að veruleika. Jonny notaði 16 mismunandi fiðlur þegar þeir tóku lagið upp.

10. No surprises
Eftir að hafa hrætt alla með Climbing up the walls vildu Radiohead hugga alla með ”vinalegu“ lagi eitthvað í líkingu við Louis Armstrong - Wonderful world. Lagið fjallar um mann sem er orðin leiður á því hvað allt gengur illa.

11. Lucky
Lagið kom fyrst út árið 1995 og var sérstaklega samið disk sem var til styrktar börnum sem höfðu særst í Bosníu stríðinu. Lagið komst aðeins í #53 sæti á Breska vinsældarlistanum sem var mikið sjokk fyrir Radiohead þar sem þeir töldu þetta vera eitt besta lag sem þeir hefðu nokkurntíman samið. Radiohead reyndi að remixa lagið fyrir Ok computer en ákváðu síðan að hafa það óbreytt þar sem þeir gátu ekki gert það betra.

12. The tourist
Jonny : ”Thom didn't play a thing, he just listened. It's quite nervy, with a lot of space. It sounds like the last song on an album."
Jonny samdi þetta lag eftir að hafa horft á fullt af túristum sem voru að reyna að skoða alla París á 10 mínótum.