Rokk: Nirvana - Nevermind (1991) Nirvana kom fram á sjónarsviðið fyrst
með disknum Bleach árið 1989. Hann
skapaði ekki miklar vinsældir en eftir
að Nirvana voru komnir með annan
trymbil (Dave Grohl) kom út diskurinn
Nevermind sem skaut þeim á toppinn ef
ekki lengra. Einhver lýsti þessum disk
sem að gas eldavél hefði verið á í
of langan tíma og eldhúsið væri orðið
vel fullt af gasi og þá hafi einhver
sniðugur kveikt í sígarettu.
Sprengingin sem kom af þessu er í
svipuðum dúr og þegar Nevermind sprak
fram á sjónarsviðið 1991. Fólk hafði
verið að býða eftir næstu stór
stjörnu en sá ekki sprenginguna fyrr
en hún sprakk fram.

Þessi stórgóða plata inniheldur:

01. Smells Like Teen Spirit
02. In Bloom
03. Come As You Are
04. Breed
05. Lithium
06. Polly
07. Territorial Pissings
08. Drain You
09. Lounge Act
10. Stay Away
11. On A Plain
12. Something In The Way

Diskurinn inniheldur mörg þekkt og
vinsæl lög Nirvana. Til dæmis þekkti
ég mörg þessara laga án þess að geta
sagt hvað þau hétu eða með hvaða
hljómsveit þau væru áður en ég kynntist
Nirvana. Hið sívinsæla lag Smells Like
Teen Spirit
skýtur upp kollinum við og
við og allir þekkja Come As You Are
eftir að nokia símarnir byrjuðu að
styðja hringingar samdar af notendum.
Margir telja Nevermind ekki besta
disk Nirvana og benda á Unplugged in NY
og In Utero en því get ég ekki verið
sammála. Ég tel ástæðuna fyrir því að
fólk segji þetta sé að fólk er þreytt
á lögum Nevermind. Það er svo sem
óskup skiljanlegt enda búið að spila
mörg lögin af honum í tíu ár. En það
eru samt ekki öll lögin. Þótt Lithium &
Teen Spirit hljómi daga og nótt heyrir
maður aldrei í Breed eða Territorial
Pissings
sem voru uppáhalds lögin mín
fyrst þegar ég hlustaði á skífuna.
Diskurinn er einstaklega vel sköpuð
heild sem spanna mjög mismunandi gerðir
af rokki. Allt frá vinsældarsmellum svo
sem Teen Spirit niður í sefjandi rólegt
rokk svo sem Something In The Way og
alveg í hinn endan í hráa grugg rokkið
eins og Territorial Pissings þessu er
síðan öllu pakkað í 12 laga geisladisk
sem myndar samt góða heild og lögin
standa hver fyrir sínu.
Nevermind er skyldu eign fyrir alla
sem eiga geislaspilara, rétt eins og
símaskrá er handa öllum sem eiga síma.
Ef þú átt ekki Nevermind með Nirvana
ætti það að vera næsta plata sem þú
færð þér.

Þeir sem komu að disknum:
Kirk Canning : Selló
Kurt Cobain : Gítar, Söngur
Dave Grohl : Trommur, Bakraddir
Chris Novoselic : Bassi, Bakraddir

Craig Doubet : Assistant Engineer, Mixing
Robert Fisher : Art Direction, Artwork, Cover Design, Design
Kurdt Kobain : Photography
Michael Lavine : Photography
Nirvana : Engineer, Main Performer, Producer
Jeff Sheehan : Assistant Engineer
Butch Vig : Engineer, Producer
Andy Wallace : Mixing
Kirk Weddle : Photography
Howie Weinberg : Mastering

stjörnur: