Halló Hugarar.

Ég er einn að þessum tónlistaráhugamönnum sem vill alltaf meira en hægt er að fá í venjulegum plötubúðum. Þannig að fyrir nokkrum árum fór ég að safna bootleg diskum. Svo videóspólum og loksins kassettum af upptökum sem ekki hafa komið út á bootleg diskum einusinni. Ég á helling af erlendu, en þannig er mál með vexti að ég er að leita eftir upptökum af tónleikum sem teknir hafa verið upp hér á Íslandi, annaðhvort með íslenskum eða erlendum böndum eða tónlistarmönnum. Ég á talsvert sjálfur af tónleikum sem hafa verið haldnir hér á landi. Dæmi. Leaves í Laugardalshöll í sumar, Blur og Blood Hound Gang (fyrri tónleikarnir þeirra hér), Whitesnake með Steve Vai í Reiðhöllinni, HAM í Laugardalshöll, Mercury Rev í Laugardalshöllinni og fleira slíkt. Ég er að leita eftir upptökum, betri en ég á og viðbótum við það sem ég á ekki. Allt kemur til greina. Mig langar að eignast sem mest af þessu. Ef einhver veit eitthvað, endilega sendið mér póst á –chosan@visir.is– . Vonandi er einhver sem getur hjálpað mér. Takk fyrir.
Chosan.