Að kvöldi Sunnudagsins 21.Apríl 2002 fóru fram tónleikar með Sigur Rós, Steindóri Andersen, Hilmari Erni, London Sinfoníunni og breskum kór í Barbican óperunni í London. Þarna fluttu þessir aðillar tónverk sem Sigur Rós og Hilmar Örn höfðu samið við hin forna Hrafnagaldur Óðins sem er eitt af okkar ástkæru og frábæru Eddukvæðum.

Svo ég sé ekki með neinar málalengingar þá voru tónleikanir frábærir(einsog sigur rós tónleikar eru oftast) þó þetta hafi kannski ekki verið einsog “týpískir sigur rós tónleikar”. Sérstaklega þótti mér lokalag tónleikanna gott en það var um 20mínútna langt og var með einhverjum svakalegasta endakafla sem ég hef nokkurtíman heyrt.

Þó svo að miðarnir á tónleikana á listahátíðinni kosti 4900 þá er það vel þess virði. Þetta er eitthvað sem ALLIR ættu að sjá þegar þar að kemur. Ég sjálfur flaug sérstaklega til London til að sjá þetta og ég sé sko EKKERT eftir því! Frábært verk hjá Hilmar Erni og Sigur Rós, verk sem getur aðeins batnað með tímanum. Sérstaklega ef maður tekur tillit til þess að þeir kláruðu einungis verkið degi fyrir tónleikana í London og náðu bara að keyra það í gegn einu sinni til æfingar áður en tónleikarnir fóru fram.

Tónleikarnir fá 99½ stjörnur af 100. Tónleikarnir missa hálfa stjörnu fyrir það að vera örlítið of stuttir.

vil benda fólki á að lesa þetta tvennt.

http://www.sigur-ros.co.uk/promedia/odinguardian.html
http://www.sigur-ros.co.uk/promedia/odinstandard.html