Lækur í herberginu þínu Sæl öll, langaði bara að segja ykkur frá forriti sem vinur minn kynnti mig fyrir, en umtalað forrit gerir þér kleift að stilla ýmis náttúruhljóð, svo sem fuglasöng, brim og öldugang, lækjarsprænur, froskakvak, engisprettutif, regn og þrumur til að heyrast í tölvunni þinni.

Einnig býður það upp á flautuspil (næstum dáleiðandi ef vel er blandað), píanóspil og trommuleik. Annar möguleiki sem forritið býður upp á er að hægt er að hafa hreyfimynd í horninu, þá er hægt að velja um ský, læk, foss, fljót, stöðuvatn, fiðrildi, fugla og öldugang.

Fljótt á litið sé ég þó einn galla sem auðvelt er þó að komast hjá, en hann er sá að ekki er hægt að láta t.d. flautuspilið og trommurnar hljóma á sama tíma, en lausnin er sú að opna bara forritið aftur og vera snögg/ur að ýta á trommur / flautu eða bara hvað sem er.

Forritið er mjög notendavænt og er maður enga stund að læra á það. Einnig fylgir sá möguleiki að stilla tíðnibylgjur sem geta þá hljómað undir þeim tónum sem þegar hafa verið stilltir, og hægt er að stilla tíðnina og hljóminn í þeim. Þessar bylgjur eiga víst að hafa áhrif á heilavirknina og ég er nokkuð viss um að þar sé engu logið. (Prófið bara að láta 16 hz hljóma mjög hátt og sjáiði svo til)

Forritið mælir til dæmis með 13 - 16 hz tíðni ef þig vantar hjálp við einbeitingu, svo sem við prófalestur, en svo mælir það með 1 - 3 hz tíðni ef markmiðið er að slaka á og jafnvel sofna. Þó er nauðsynlegt að notast við heyrnartól ef þið viljið nýta ykkur þennan möguleika.

Sjálfur hef ég prófað að slaka á og sofna með þetta í eyrunum og reyndist það mér mjög auðvelt að tæma hugann og/eða ímynda mér eitthvað annað.

Natura heitir forritið og útgáfan sem ég hef notast við og er jafnframt sú nýjasta er sú þriðja(3.0).
Hægt er að nálgast þetta á www.blissive.com Prufutíminn (trial) er að vísu bara í viku en það á að vera auðvelt að útvega sér svokölluðu cracki til að nýta sér þetta til lengri tíma.
Ég breytti undirskriftinni minni