Mig langaði svolítið að gera svona playlista þar sem það er frekar vinsælt hér á huga núna, þó það sé orðið pínu þreitt.

En hér ætla ég að telja upp nokkur mest spiluðu lögin á mínum playlista síðustu daga.

Bootsy Collins - I'd Rather Be With You
Þetta lag heyrði ég fyrst í myndinni Baby Boy. Þetta er alveg svakalega flott lag, alvöru chill.
Fínt að fá sér einn kaldann bjór með þessu og slaka á.

Brain Police - Human Volume
Heyrði þetta á útgáfu tónleikum Beyond the Wasteland um daginn og þetta er alveg fokkin geggjað lag!
Verð að segja besta lagið á Beyond the Wasteland ásamt Black Tulip og Beyond the Wasteland laginu sjálfu.

Alice Deejay - Better of Alone
Hver kannast ekki við þetta frábæra techno/trance/club/dance lag eða hvað sem þetta flokkast undir?
Eflaust margir en þetta er eitt flottasta dans/partý lag sem ég hef heyrt. Heyrði það á einhverjum bar útá Spáni í sumar og datt alveg fyrir því, mjög gott lag.

Bongzilla - Amerijuanican
“Oh say we love weed, by the bongs burning light, we so proudly inhale the bowls last burning”. Haha, fucked up gaurar.
Drullu svalt lag, tilvalið á fyllerís playlista metalhausanna!

Darkthrone - Forests of Darkness
Tr00 Necro Kvlt einsog sagt er, þó ég skilji varla þýðingu þessara orða. Þetta lag er með alveg skítagæðum en ég fýla það í tætlur!
Kom út '88 á einhverju demo-i sem hét Land of Frost.

Pendulum & Freestylers - Fasten your Seatbelts
Flestir ættu nú að vita hverjir Pendulum eru, en þeir gáfu út diskinn Hold Your Color ‘05 eða ’06, er ekki alveg viss.
Slam varð rosalega frægt með þeim og líka Fasten your Seatbelts.
Mér finnst drullu gaman að hlusta á þetta lag í góðum græjum, blindfullur í góðum félagsskap!

Dying Fetus - Nocturnal Crucifixion
Þetta lag er svo klikkað að það er ekki eðlilegt, fokking klikkaður söngvarinn í þessu bandi en hann heitir John Gallagher, að mínu mati ein flottasta Death Metal röddin.

Cannibal Corpse - The Spine Slitter
“HE WILL BRAKE YOUR FUCKING BACK, THE SPINE SLITTER”- George Fisher á Live Cannibalism.
Vá, þetta er rosalegt lag, eitt af mínum uppáhalds CC lögum.
Lagið er af disknum Bloodthirst '99, mjög flott lag.

Atmosphere - Guns and Cigarettes
Atmosphere er án efa flottasta Hip Hop bandið í dag! Lagið kemur af disknum Lucy Ford sem er að mínu mati flottasta plata þeirra.
Frábært lag og allir alvöru Hip Hoparar ættu að hlusta á þetta lag.

DragonForce - Valley of the Damned
Ég er nokkuð viss um að Valley of the Damned sé fyrsta plata þessara snillinga. Frábært lag með sjúklegu gítarsólói og trommuspili.
Svolítið hommaleg rödd söngvarans en það er allt í lagi.

Blues Travelers - The Hook
Mjög flott lag, gott útilegu-fyllerís lag.
Einhverskonar rokk-blues lag held ég en er ekki viss.
Þetta er eina lagið sem ég hef heyrt með þessu bandi en ég fer bráðlega að kynna mér meira stuf með þeim.

Nile - User-Maat-Re
Án efa laaaang flottasta Nile lagið.
Lagið fjallar víst um Ramesses the Great, mjög stór farói í Egyptalandi sem var uppi fyrir einhverjum þúsundum ára, er ekki alveg viss hvenær það var en þið getið nálgast það á darklyrics.com. Lagið er af hinni frábæru plötu Annihilation of the Wicked sem gerði allt brjálað í Death Metal og er sögð hafa bjargað DM frá öllu þessu grindcore/brutal drasli þar sem einungis er talað um að éta smábörn og sodomize-a lömb eða eitthvað. Ætla ekki að fullyrða neitt því ég er ekki alveg viss.

Takk fyri