Uppáhalds trommuleikararnir mínir Ég á mér marga uppáhalds trommuleikara þar sem ég hlusta mjög mikið á tónlist og ég ætla telja upp nokkra þeirra til gamans.


Gunnlaugur Briem
Hann hefur spilað með óteljandi tónlistarmönnum eins og:
Bubba Morteins, Bjarna ara, Ragnari Bjarnasyni, Madonna in The Movie Evita and Top of the Pops, Michael Ball, Gus Gus og Björk.
Hann er sjálfur í jazz bandinu Mezzoforte og hefur haldið trommunámskeið handa byrjendum og þeim sem lengra eru komnir og sundum með Jóa Hörleifs trommaranum í sálinni.
Enn hann byrjaði að spila á trommur c.a 12 ára gamall þar sem hann fékk neina kennslu fyrr enn hann var eldri. Hann gerði allt vitlaust eins og hvernig hann hélt á kjuðunum. Þolið var ekki gott og hann varð fljótt þreyttur. Ég man að hann sagði: “ég fór inn til mömmu í kökkur og kaffi”. Nú í dag er hann einn færasti trommuleikari landsins.


Jimmy Chamberlin
Jimmy Chamberlin trommari Smashing Pumpkins hefur lengi heillað mig með frábærum trommuleik. Hann komst í Smashing þar sem þau hittu hann á giggi þar sem fólk hafði saft að þau þyrftu alvöru trommara og úr því varð hann fyrir valinu.
Hann var rekinn úr bandinu eftir Mellon Collie And The Infinite túrinn þeirra þegar það komst upp um hann að dópa með gaurnum sem spilaði á hljómborð live með þeim uppá hótelherbergi. Þau tóku upp næstu plötu adore með trommuheila enn hann fékk aftur inngöngu í bandið og spilað með þeim á plötunni MACHINA-The Machines of God.
Því miður hætti bandið árið 2000 og corgan stofnaði seinna bandið zwan þar sem hann spilaði á trommur. Það band er líka hætt =/ og gáfu þau aðeins út eina plötu.
Hann hefur gefið út eina sólóplötu sem heitir Life Begins Again og kom út í fyrra.John Henry Bonham
Hann fæddist 31 maí 1948. Hann byrjaði ungur að slá á pönnur og potta heima hjá sér.
Hann lærði aðeins 5 ára hvernig maður ætti að spila á trommur. Hann lærði mikið af Gene Krupa og Buddy Rich sem voru nokkurskonar idolin hans.
Hann spilaði útum allt með litlum böndum og hafði verið með robert plant í bandi þegar Jimmy page bauð plant stöðu í nýja bandinu sínu. Þeim vantaði trommara og plant talaði við hann enn í fyrstu vildi hann ekki fara í bandið. Enn eftir nokkra daga var Plant búinn að sannfæra hann um þetta.
Það vita flestir hvernig fór fyrir einum allra besta rokktrommara fyrr og síðar.Gunnar Jökull Hákonarson
Hann kenndi sjálfum sér á trommur, magnað það og hversu góður hann var.
Burt séð frá því byrjaði hann ferilinn sinn sem trommarinn í hljómsveitinni Geislum, en 1964 var hann sestur við settið hjá Tónum, með honum þar voru meðal annarra söngvarinn Garðar Guðmundsson, gítarleikarinn Finnur Torfi Stefánsson og bassaleikarinn Sigurður Árnason. Þeir fóru út árið 1965 þar sem Gunnar kynntist bandinu Syn og var fenginn til að spila með þeim. Seinna varð þetta band frægt undir nafninu Yes.
Þegar hann kom heim fór hann að spila með Flowers og seinna með Trúbrot sem var súpergrúbaba Íslands. Enn trúbrot voru meðlimir flowers og hljóma.
Hann tók sér seinna frí frá tónlistinni og gerðist umboðsmaður hljómsveitarinnar Eik. Seinna hvarf hann og árið 1995 byrjaði hann aftur í tónlistinni og sendi frá sér plötuna Hamfarir enn hann lék ekki á trommur á þessari plötu heldur hljóðgerfla.
“Gunnar hafði greinst með HIV-veiruna á níunda áratugnum og átti í mikilli baráttu við þennan skæða sjúkdóm síðustu árin. Þeirri baráttu tapaði Gunnar Jökull Hákonarson þann 22. september 2001.”
RIP meistari.


Chad Smith
Chad Smith kom fyrst í red hot þegar nokkrir meðlimir þeirra hættu og flea og keides ákváðu að halda áfram í bandinu. Hann kom reyndar á sama tíma og gítarleikarinn John Frusciante. Þeir gáfu út plötuna Mother´s Milk og sló hún í gegn. Eftir hana kom meistaraverkið Blood Suger Sex Magik. Eftir það hætti John Frusciante í bandinu og david Navarro spilaði á gítar í hans stað á næstu plötu One Hot Minute enn hann hætti í bandinu og John tók aftur við af honum.
Upp frá því hefur Chad verið í rhcp. Annars afsakið lengdina á þessu, ég veit svo lítið um hann.

Keith Moon
Keith Moon trommuleikari the who fæddist árið 1946.
Þegar hann var 12 ára fékk hann sitt fyrsta sett. Hann var of góður fyrir fyrsta bandið sem hann var í Beachcombers því hætti hann snemma í því. Eitt sinn var hann í áheyrnaprufum hjá bandi sem hafði sögu orð af sér sem hafði verið að rústa hljóðfærum.
Á þessum áheyrnarprufum braut hann bassatrommupedal og sleit 2 trommuskinn, Keith óttaðist að nú hefði hann gengið of langt. Seinna í vikunni hringdi Roger Daltrey í hann og sagði ‘'Hvað ertu að gera næsta mánudag?’' Keith svaraði ‘'ekkert’' þá segir Roger ‘'okey, við sækjum þig klukkan 7’'. Síðan þá hefur Keith Moon átt glæstan feril með The Who. Keith Moon dó 7 september 1978 eftir party hjá Bítilnum Paul McCartney.
Hann fór heim um nóttina með kærustu sinni, Annette Walter-Lax, hann fékk sér skammt af lifi sem átti að lækna áfengisfíknina hans. Hann hafði þá dáið úr ofstórum skammt af því =/


Þeir sem voru frekar nálægt að komast á listann voru Ian Paice , Ginger Baker, Neil Pear og Simone Pace


takk fyrir mig
www.bit.ly/1ehIm17