Ég verð mjög fátækur um jól og áramót sökum þess að það er svo ótrúlega margir nýjir diskar að koma út með ótrúlega góðum hljómsveitum!

Incubus- Morning view!
Kemur út í lok Október. Hann fer i safnið mitt!

Make yourself og S.C.I.E.N.C.E. 2 síðustu diskar Incubus eru náttúrulega algjörir snilldar diskar en samt er ótrúlega mikill munur á milli þeirra tónlistarlega séð!

System of a down- Toxicity
Kemur út 14. Ágúst

Þetta er ein besta hljómsveitin í dag. En það er synd að þeir séu aðeins að gefa út sinn annan disk. Samt búnir að gefa út fullt af lögum (kvikmyndatónlist og annað) en það er ekkert af því á nýja disknum!

Slipknot- IOWA
Kemur út 7. Ágúst

OK hvað er hægt að segja um Slipknot?

Þeir eru geðveikir, bókstaflega! Góð músík, Ofvirkir á öllum sviðum tónlistarinnar!



Einnig eru KoRn og Metallica í stúdíó og samkvæmt fréttum gengur vel!


Einnig verður gerð ferð til þess að kaupa Staind- Break the cycle!


Þetta eru nokkuð góðar hljómsveitir og ég hlakka mikið til þess að kaupa þessa diska og hlusta á þá!