Ég ákvað að líta aðeins á þetta áhugamál og sjá hvort einhver hafi skrifað skemmtilega grein um “Deja Vu All Over Again” eftir meistarann John Fogerty (Creedence Clearwater revival eða CCR eins og sumir kjósa að skammstafa það. En þetta nafn fékk nýji diskurinn hans sem og fyrsta lagið á disknum.

Fyrst engin grein var komin ákvað ég einfaldlega að skjóta á að reyna gera góða grein um þennan líka mikla snilling sem á ekkert betra skilið en góða grein og ég vona innilega að mín verði ekki alslæm.

Lagalistinn er svo hljóðandi:

1. Deja Vu (All Over Again) (4:13)
Ég eins og margir aðrir teljum þetta vera í sama stíl og gömlu góðu CCR lögin í sama flokki og til dæmis Who'll Stop The Rain Virkilega flott lag á allan hátt getur ekki fengið neitt annað en fullt hús 10/10

2. Sugar-Sugar (In My Life) (3:30)
Ég segi bara vá! ég elska gítarinn, sönginn og þetta grípandi viðlag “sugar sugar in my life” já hér er sko John Fogerty mættur í öllu sínu veldi 10/10

3. She's Got Baggage (2:35)
Hér breytist diskurinn örlitið frá fyrstu 2 lögunum og diskurinn fær svolitinn punk fýling sem hann virðist alveg vel ráða við þrátt fyrir það. Virkilega flott lag þó mér finnist fyrstu 2 lögin toppa það. 9/10

4. Radar (3:07)
Það er góður fýlingur í þessu lagi og gítarinn er að gera sig og söngurinn er hinn fínasti þó mér finnist textin svolitið út úr kortinu “She got the radar working” 8/10

5. Honey Do (2:51)
Já hér kemst kallinn aftur á sporið textalega með góðu country lagi sem minnir á Lookin' Out My Back Door. Mitt mat er samt að það séu betri lög á þessum disk og þetta sé kannski ekki alveg 10/10 heldur frekar 9/10 eða 8/10

6. Nobody's Here Anymore (4:03)
Þegar ég hlustaði á þetta lag var ég furðulostinn yfir því að John Fogerty væri að “stæla” Mark Knopfler of Dire Straits en svo komst ég að því að Mark væri að spila lagið með honum og saman gera þeir alveg gullfallegt lag. Eitt af þeim flottustu á disknum 10/10

7. I Will Walk With You (3:02)
Já já já! hér er sko country lag með style. Flottur texti, flott dobro solo og dásamlegur söngur. þarf meira? 10/10

8. Rhubarb Pie (3:17)
Fínn stemming í þessu country lagi alveg topp lag 9/10

9. Wicked Old Witch (3:26)
Hérna sést CCR stíllinn vel. Mjög hresst lag og góður söngur 10/10

10. In the Garden (3:51)
Lagið byrjar á trommum og svo kemur gítar fljótlega inn í og svo kemur söngurinn hin venjubundna formúla sem virðist alltaf virka. Alveg fínasta lag 9/10

Tek það fram að þetta er mit mat en auðvitað er erfitt fyrir hann að ná jafn góðum lögum og CCR gerðu á sínum tíma en ég er á því að hann nái því nokkrum sinnum á þessum disk

Diskurinn í heild: 9/10
Elvar