15. Bestu gítarsóló allra tíma. Gítarsóló er nú oftast “rúsínan í pylsuendanum” í flottum rokklögum :). En ég er bara að pæla í hvaða gítarsóló eru flottust? Ég hlusta mikið á rokk og ég ákvað að koma með lista yfir það sem ég myndi kalla 15 bestu gítarsóló allra tíma.

#1. Eftirfarandi sóló á skilið að vera í fyrsta sæti því þetta er hið frábæri einleikur í laginu Hotel California með hljómsveitinni Eagles af disknum Hotel California þar sem Don Felder og Joe Walsh sýna í hvað þeim býr.

#2. Ég átti mjög erfitt með að velja sæti númer tvö en mér fannst Slash lead gítarleikarinn í Guns ‘N’ Roses eiga það skilið með sólóið sitt í laginu November Rain. Ég held að ég gæti talað fyrir hönd allra og sagt að þetta sé algjört meistaraverk sem á skilið 2. sæti.

#3. Mér fannst hann Jimmy Page eiga skilið að taka þriðja sætið með sólóið í laginu Stairway to heaven sem hann flytur með hljómsveitinni sinni Led Zeppelin. Frábært lag í alla staði.

Ég ætla ekki að skrifa um öll 15 lögin sem koma hérna þannig ég ætla bara að láta listann minn vaða.

#4. Jimmi Hendrix - All Along the Watchtower
#5. Ritchie Blackmore - Highway Star
#6. Eddie Van Halen - Eruption
#7. Randy Rhoads - Crazy Train
#8. Jimmy Page - Since ive been loving you
#9. Eric Clapton - Crossroads
#10. Slash - Sweet child o' mine
#11. Mark Knopfler - Brothers in arms
#12. Brian may - Bohemian Rhapsody
#13. Carlos Santana - Europa
#14. Kirk Hammet - Master Of Puppets
#15. David Gilmour - Comfortably Numb

Það gæti vel verið að það sé einhverjar stafsettningavillur í þessum texta eða eitthvað þannig. En þetta er minn “persónulegi” listi yfir 15 bestu gítarsóló allra tíma, endilega komið með ykkar lista. Og þið megið alveg koma með einhver comment á minn. :)

Kv. Róbert/Gspeed