Hvað er í gangi með tónlistina í dag. Það er ekki lengur hægt að kveikja á popptívi án þess að sjá fólk vera klæða sig úr fötum. Ég meina það er ekki tónlistin sem að skiptar máli lengur í þessum myndböndum. Það er hversu vel tónlistarmennirnir líta út og hversu mikið af fötum þeir geta afklæðst á þessum tíma. Hvað varð um tilgang tónlistarinnar? Tónlistin brýtur fólk frekar niður í stað þess að byggja mann upp. Eru allir eru svo áhrifagjarnir að það liggur við að stelpur fari í brjóstarhöldurum í tíma, einum fata!

Kveiktu á sjónvarpinu núna og kíktu á popp tíví eða skjá einn og ég er viss um að það er eitthvað R@B mynband í gangi þar sem 5 svartir gaurar í engri skyrtu syngjandi “Giiiirrlll, oh.. u… are so ffiiiiinnne” eða ennþá verra, eitthvað mynd band með Westlife eða einhverjum boyböndum sem að geta ekki gert neitt annað en að væla og syngja um það.

Hvers vegna fá svona fá bönd tækifæri á Íslandi af hverju fá þessi erlendu boybönd frekar tækifæri. Hvers vegna fá enginn íslensk óþekkt bönd að spreyta sig á PoppTíví? Eru svona fáir tónlistarmenn á Íslandi? Er betra að hlusta á sama kjaftæðið aftur og aftur í stað þess að leyfa íslenskri tónlist að fá að njóta sín! Er hún svona leiðinleg? Ég er pirraður á þessu andskotans barbie wannabee daðrandi fáfækkandi fyrirsætum sem kunna ekki að syngja, komið með eitthvað bitstætt!