Ég var á Múziktilraunum í gær og voru nokkrar fínar hljómsveitir. Ég ætla byrja að segja hvaða hljómsveitir voru þarna og hvað mér persónulega fannst um þær.

Fyrsta hljómsveitin var frá Hrútafirði og gat ekki sjitt allt að mistakast og svoleiðis.

Önnur Hljómsveitin Enn Ein Sólin : Þeir voru helvíti góðir og spila smá svona Metall músík 13 og 14 ára guttar frá Reykjavík og Mosfellsbæ.

Þriðja hljómsveitin: Út/Exit sú var eiginlega svona Blink 182 hljómsveit sem ég er ekki fyrir. En mjög góður trommuleikari, Hann var líka söngvari, En Þessir gaurar komu undan eyjafjöllum.

Fjórða Hljómsveitin var fín en kunnu ekkert á hljóðfæri fín lög og fínn söngvari sem söng eins og Söngvari Sex pistols en ekki nógu góð þessi hljómsveit kom frá Hellu.

Fimmta hljómsveitin Blackout Var helvíti góð koma frá dalvík og voru með fín lög og góðan trommuleikara en hún átti alveg skilið að komast upp.

Sjötta hljómsveitin: Hún hét Amos og voru bara í rólegri kantinum helvíti góðir spilarar og flott lög hún kom frá Reykjavík.

Sjöunda Hljómsveitin: Einhverjir miklir aðdáendur Creed sem mér þykir ekkert það góð hljómsveit nema kanski gítarleikarinn….Fín hljómsveit.

Áttunda hljómsveitin: Helvítis Rapp hún hét Heimsku Synir og voru hræðilegir…ég hata rapp

Níunda hljómsveitin Denver: Fo**ing Snilld ,geðveik rödd, magnaður trommuleikari og góðir strengjamenn: SNILLD

Tíunda Hljómsveitin: Höfðu aldrei komið fram áður… aaa..fín..

Ég tek fram að ég er ekki alveg viss hvort þetta sé allt í réttri röð en salurinn valdi Amos í úrslitakeppnina og Dómnefnd ákvað að velja tvær í stað eina og það voru Heimsku Synir(DRASL) og Enn Ein Sólin.

Takk Fyrir, Gilliman