Hin heimsfræga Punk-rokk hljómsveit Blink 182 eru að fara að gefa út sína 6 breiðskífu (Ef Buddha er talin með). Þeir komu sér í stúdíóið þann 1.15.´03. Í viðtali við Mark Hoppus (bassa og vocial-ista) sagði hann að þetta yrði annaðhvort plata sem fer beint í ruslið eða beint á toppinn.

Við Blink 182 áhugamenn þekkjum öll “Stay Together for the Kids” sem var á síðustu breiðskífu þeirra “Take off your Pants and Jacket”. Hoppus sagði líka í viðtalinu að þetta lag væri um skilnað foreldra Tom (gítarleikarinn). Lagið hefði líka sprottið upp allt í heild sinni á nokkrum klukkustundum. Haft beint eftir Mark: Við vorum að pakka niður, þegar Tom sagði allt í einu, æ strákar ég ætlaði alltaf að leyfa ykkur að heyra soldið. Tom sest niður, tekur upp gítarinn og byrjar að spila lauslega eitthvað. Mark og Travis(trommuleikarinn) fannst þetta frábært og þeir fóru beint upp í stúdíó til að taka þetta upp. Að lokum höfðu þeir smíðað (að mér finnst) þeirra mesta meistaraverk.


Tom og Travis fóru líka í aðra hljómsveit ásamt David Kennedy (gítar) og Anthony Celestino (bassi). Travis og Tom halda sínum hlutverkum, nema núna sér Tom um vocial og skrifar textana. Þeir stefna að því að gefa fyrstu plötuna sína út í sumar! Box Car Racer eru ekkert síðari en Blink 182.
Varist að hafa orðið “vefstjóri” í undirskrift því þá tekur *vefstjóri það út! :) Vinsamlegast hafið ekki fleiri en 4 línur í undirskrift.