Eminem kom sá og sigraði! Í gær voru haldin hin árlegu MTV Europe Music Awards í Barcelona. Það var rapparinn Eminem sem kom sá og sigraði. Platan hans, ‘The Eminem Show’, hlaut verðlaun sem besta platan og svo fékk hann verðlaun fyrir besti karlkyns tónlistarmaður og besti hip-hop tónlistargaurinn.

Næst honum í verðlaunafjölda komst nágrannastelpan Kylie Minogue. Hún hlaut verðlaun fyrir besti pop og besti dans tónlistarmaðurinn.

Linkin Park var valin besta hljómsveitin og Red Hot Chili Peppers fengu verðlaun fyrir bestir á sviði og besta rokkbandið.

P. Diddy sá um að kynna verðlaunin og eins og við mátti búast var hann ömurlegur.

Eftir að Moby hafði fengið verðlaun fyrir bestu vefsíðuna sagði hann þetta:
“The truth be told, I wish Eminem well, I hope he goes on to have a happy life. From my perspective, I wish him nothing but peace and happiness.”

Kallinn greinilega eitthvað farinn að hræðast Eminem.

Íslandsvinirnir í Coldplay fengu verðlaun fyrir besta hljómsveitin á Bretlandi og Írlandi. Þeir voru reyndar þeir einu sem voru tilnefndir í þeim flokki.
Tenging næst ekki við gagnagrunnsþjón: Unknown MySQL Server Host ‘cartman.hugi.is’ (11)