Ég veit ekki hvort allir hafa frétt af þessu en allavega er málið svona að svo virðist vera að Sýslumennirnir á Íslandi eru að snúast gegn okkur hjólamönnunum.
_______________________________________ __________________________

Jæja, þetta byrjaði allt þegar átti að fara að halda motocrosskeppni í brautinni á Ólafsfirði og síðan aftur í crossskólanum með Martin Dygd.
Lögreglan mætti á mótið fyrir hálfum mánuði síðan og vildi sjá skráningarskírteini og staðfestingu á tryggingu fyrir öll hjólin sem voru mætt til keppni. Skipuleggjendur keppninnar sögðust ekkert mundu gefa sig með þetta og hvarf lögreglan af vettvangi. Ólafsfirðingar héldu mótið. Eftir að keppnin var hafin kom lögreglan aftur með skilaboð frá sýslumanni sem voru þau að “sýslumaður hefði ákveðið að kæra ekki þau hjól sem væru óskráð”.

Viku síðar kom í ljós, í óspurðum fréttum þegar lögreglan hafði samband við Helga Reyni útaf öðru máli, að þetta hefði verið misskilningur hjá þeim. Það mætti vera með óskráð ökutæki á lokuðu, afmörkuðu svæði.

Núna um helgina var haldinn cross skólinn og var lögreglan þá mætt kl. 10 um morguninn. Átti þá að framfylgja skráningarskyldunni en eins og gefur að skilja voru engin hjól á númerum þar sem þetta eru motocross og barnacross hjól, ætluð til aksturs í lokuðum brautum.

Lögreglan gaf skipuleggjendum stuttan frest til að fjarlægja alla þá sem ekki voru orðnir 17 ára og öll hjól sem voru númerslaus og ótryggð. Mættu þeir síðan aftur tæpum tveimur tímum síðar.

Þar sem enginn hafði orðið við beiðni lögreglu handtóku þeir ábyrgðarmann brautarinnar, Helga Reyni Árnasson og settu inn í bíl. Var honum sleppt fyrir utan lögreglustöðina. Seinna um kvöldið, um 11 leytið var skilti sett upp við brautina af hálfu lögreglu þar sem kom fram að brautin væri lokuð. Menn voru því búnir að hjóla í brautinni allan daginn án þess að vita að búið væri að loka henni en tilskipun frá sýslumanni kom strax um morguninn.

Í dag er staðan sú að sýslumaður hefur krafið skipuleggjendur námskeiðisins um skýrslu yfir alla þá ökumenn sem voru í brautinni þennan tiltekna dag.

Inn á textavarp.is kemur fram að 10 ára drengur hafi handleggsbrotnað í brautinni. Þar kemur einnig fram að slysið hafi átt sér stað eftir að sýslumaður afturkallaði leyfið. Það er ekki rétt segir faðir drengsins og það að leyfið var afturkallað kom þessu slysi ekkert við. Sýslumaður og lögreglan hafði enga vitneskju um þetta slys fyrr en eftirá.

Faðir drengsins var á námskeiðinu og var hann hjólandi í brautinni ásamt öðrum á námskeiðinu. Drengurinn var hvergi nálægt brautinni enda ekki þáttakandi á námskeiðinu. Var hann því með öllu á ábyrgð föður síns enda utan þess svæðis sem skipulagt hefur verið fyrir þessa akstursíþrótt. Kemur slys hans því þessu leyfis máli ekkert við.

Greinilegt er að Sýslumaður Selfoss hefur tekið Sýslumann Ólafsfjarðar til fyrirmyndar því að þegar átti að sækja um keppni í brautinni á Selfossi kom það fram frá Sýslumanni Selfoss að aðeins þeir sem væri með aldur til að aka þessum keppnishjólum og þeir sem væru með skráð hjól og númer mættu keppa aðrir ekki, eins og flestir vita eru eiginlega engin hjól sem eru að keppa skráð hvað þá á númerum. Útaf þessum vanda hefur verið að fresta Selfoss keppninni og halda frekar næstu motocrosskeppni í nýju brautinni í Álfsnesi. Verður sú keppni haldin 28 ágúst.

Þú getur fylgst með þessu öllu á <a href="http://www.icemoto.com“target=_blank”> www.icemoto.com </a>


Kær kveðja,

Wiss