Ágætu Hugarar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég er meðal þeirra sem hafa ánetjast Dark Age of Camelot. Áður fyrr spilaði ég Ultima Online og fékk fráhverfseinkenni þegar ég fór til sólarlanda í 2 vikur.

Hins vegar er það nú ekki umræðuefni mitt. Heldur allur sá aragrúi af leikjum sem munu gubbast í hillur verslanna á næstu mánuðum. Um þessa leiki hafa verið hér um kosti og galla þess og hins. Yfirburði og allt það.
Auðvitað þarf að borga mánaðargjald fyrir allt þetta og er það nú ótæpilegur peningur sem í þetta fer. Leikjaáskrift er á bilinu 9 dollarar og til 12 dollara. Skikkanleg nettenging er um 5000 krónur á mánuði. Núna þarf ég að velja. Hvaða leik vil ég spila! NWN, WoW, Star Wars Galaxies, Eve o.s.frv. Það kemur auðvitað ekki til greina að spila þetta allt enda ekki til peningur í kotinu fyrir þessum ósköpum.
Það eru nú ekki íkja mörg ár síðan að ástandið var ekki svona. Þá tengdist fólk sínu 14.4 módemi (28.8 fyrir þessar ríku) og spilaði C&C við útlendinga og þótti það bylting. Nú í dag bregður svo við að vart er leikur gefinn út án þess möguleika að hægt sé að spila við annað fólk.
Hvers vegna í ósköpunum??????? Það er nú kvartað undan því að við þessi kynslóð getum ekki haft ofan af fyrir okkur sjálfum nema með sjónvarpi og tölvum. En nú er svo í pottinn búið að við getum ekki einu sinni dundað okkur ein í þessum leikjum án þess að einhver utan aðkomandi eigi hlut að máli.

Að lokum vil ég spurja ykkur og í raun var það ástæða skrifanna; er þetta ekki tómt rugl??????????????????????

Þakka fyrir,

Siggibet leikjafíkill