Þessi grein er framhald af

http://www.hugi.is/mmorpg/articles.php?page=view&contentId=6157209

Verð ég að spila RgR allan tíman?

WAR bíður þér upp á tvo mismunandi þjóna til þess að spila á. Sá fyrri kallast Opin (Open) þjónn. Hann hefur engar takmarkanir í Maður á Mann (MáM / PvP) aðrar en Kjúklinga Kerfið sem heldur leikmönnum af hærri tign (Rank) frá því að lumbra (Gank) á þeim lægri. Hinn kallast Kjarna (Core) þjónn sem bíður upp á vel afmarkað svæði þar sem RgR á sér stað. Á upphafssvæðunum er þetta lítið svæði en stækkar alltaf þegar lengra kemur. Ef þú ferð inn á þetta svæði verður þú merktur sem þátttakandi í RgR og færð aðvörun um það. Það er ráðlegast að hugsa sig vel um hversu mikið þig langar að spila RgR áður en þú velur þér þjón að spila á. Það eru fleirri örugg svæði á opnum þjónum svo sem borgir, en til þess að upplifa leikinn án þess að verða lumbrað á ættir þú að velja Kjarna þjón.

Það er aðeins ein önnur leið til þess að verða merktur fyrir RgR en það er með þvi að græða eða aðstoða annan merktan leikmann. Ef nafnið þeirra er feitletrað og gullt hugsaðu þig þá vel um áður en þú ákveður að spila miskunsama samverjan. Það þarf bara einn óvinveittan leikmann í felum til að láta þig sjá eftir því.

Hvað þarf ég að vita?

Nú þegar þú kannast við grunninn að RgR þarf þú að vita hvar þú passar í þetta alltsaman. Það eru nokkrar grunnreglur sem þú getur tileinkað þér í RgR sem getur aukið líflíkur þínar um að minnsta kosti 300% (þessi tala er fullkomin hugarburður sem við vorum að búa til). Meðan við getum ekki ábyrgst árangur eru eftirfarandi ráð ómissandi til þess að spila skilvirknislega.

Hópar

Hefðbundnir Gríðarstórir Beinlínu Fjölspilunar (MMO) leikir hafa allir leyft þér að upplifa hóp sem er svo óhugnarlega hryllilegur að þú sverð af þér allt hópastarf í framtíðinni og lofar sjálfum þér að tala aldrei við ókunnuga sama hversu gott nammi þeir bjóða þér. Margir okkar hafa spilað Piparsveininn (Solo) og fara bara í hóp með góðum vinum til þess að komast yfir einhverja hindrum sem er ómöguleg einn. Meðan það verða alltaf til ömurlegir hópar og pirrandi upplifanir er WAR fyrsti leikurinn í langan tíma sem ýtir sterklega undir með hópamyndun.

Vígvellir RgR eru hannaðir fyrir stóra hópa sem vilja sína hvor öðrum hvar Davíð keypti ölið meðan þeir uppfylla ákveðin takmörk. Piparsveinar, þó svo þeir séu með aðra piparsveina í kringum sig, eiga erfitt með að skipuleggja sig. Hópur af skipulögðum einstaklingum með sameiginlegt markmið geta þurrkað út tvöfalt stærri hópa án mikilla vandkvæða. Þetta þýðir að þú ættir alltaf að nýta þér tækifærið að vera í hóp. Svæði sem eru mjög virk hafa venjulega að geyma Bardagafylkingar (Warband, hópur upp að 24) sem eru fullkomnar til þess að skipuleggja stærri atlögur.

Vígvellirnir

Hver vígvöllu hefur sína sérstöðu. Fyrst af öllu er að þekkja landsvæðið vel. Ef þú ert að spila á kjarna þjón, þá hvar eru landamærin sem merkja þig fyrir RgR? Hvert getur þú hlaupið í skjól þegar þessir fimm ákveða að gera þig að skotmarki sínu? Eru fjöll eða fljót sem hindra framgöngu þína? Hvar eru herbúðir með raunum(quest), kaupmönnum, þjálfurum og öllu öðru sem þig gæti vantað?

Að lokum, hvar eru markmiðin þín staðsett? Þau gætu verið á bæjar torgi sem þarfnast varna frá þrem áttum eða inni í húsi með aðeins einum inngang. Hvar eru hernaðarlega mikilvægustu staðirnir? Kannski er þak sem þú getur komist upp á þaðan sem þú getur látið eld og brennistein rigna yfir andstæðinginn, eða steinn sem þú getur falið þig bakvið. Að þekkja svæðið er ekki bara hernaðarlega mikilvægt heldur líka almennt klókt að gera.

Þekktu Rulluna þína

Það er ekki hægt að hamra nógu mikið á þessu. Það er ekkert mikilvægara en að þú skiljir rulluna (role) þína og þinn sess í bardaga. Óteljandi hópar hafi fallið um sjálfan sig þegar græðarinn hleypur öskrandi inn í miðjan bardaga eða að SáS (DPS) verður aðeins og ákafur til að berjast. Það er ekki að segja að taki ekki tíma að læra hana, en þegar þú ert komin í tign (rank) 40 með Sinu Seiðkarlinum (bright wizard) þínum og ert enþá að fara í návígis bardaga ættir þú kannski að hugsa um nýjan starfsferil.

Til allra hamingju er hægt að setja allar rullur í WAR í fjóra flokka:

Tosari (Tank)
Græðari (Healer)
Návígis SáS (Melee DPS)
Drægnis SáS (Ranged DPS)

Sem tosari átt þú að vera á fremstu víglínu að taka skaðan frá græðurum og vörpurum (Caster) og gera atlögur inn í raðir óvinarins. Sem græðari er hlutverk þitt að halda öllum sem þú getur á lífi þar á meðal vörpurunum og drægnis SáS sem þyrpa sér umhverfis þig. Návígis SáS ættu að gera úthugsaðar atlögur að tosurum andstæðingsins sem ráðast gegn röðum græðara/varpara sem standa á hliðarlínuni. Drægnis SáS hafa það náðugt en þeirra hlutverk er að halda sig til baka og varpa eins miklu og þeira geta eins lengi og þeir geta.

Ég vona að þetta gagnist þér vel þangað til að ég kem með meira efni.

Þýtt af Ten Ton Hammer