þann 14.janúar 2004 lagði Valfar af stað til fjölskyldu sinnar en komst aldrei á leiðarenda. með sorg í hjarta segji ég ykkur að ástæðan fyrir því er sú að hann dó :( 17.janúar fannst hann dáinn í Reppastölen í Sogndal. R.I.P. Valfar!
Já þetta er IneartheD, eins og einhverjir hérna ættu að kannast við sem “gamla” Children of Bodom. Ég ætla nú ekkert að fara svaka djúpt í þetta en svona það helzta. IneartheD var stofnuð árið 1993, af Alexi Laiho og Jaska Raatikainen. Þeir réðu Samuli Miettinen fyrir bassaleik og gáfu síðan í ágúst sama ár út fyrsta demoið, Implison of Heaven. Því miður þurfti Samuli að hætta eftir þá viðveru vegna flutnings fjölskyldunnar. 1995 kom næsta demo, Ubiquitous Absence of Remission, var aðeins flutt af Alexi og Jaska. Þar kom einnig við sögu hljómborð sem þeir spiluðu sitthvora hendi. Næsta ár, 1996, breyttist line-up IneartheD til muna. Jaska þekkti mann að nafni Alexander Kuoppala, sem var með honum í lúðrahljómsveit á trompet, en spilaði líka á gítar og var ráðinn. Einnig var Henkka T. Blacksmith, skólafélagi Alexis og Jaskas, ráðinn. Þá gerðu þeir demoið Shining, sem náði þó ekki vel í eyru útgáfufyrirtækjanna. Þá fannst Alexi að það þyrfti að vera hljómborðsleikari svo hann bauð Janne Wirman (síðar Warman) að koma í hljómsveitina. Þá var line-up Children Of Bodom til næstu 7 árin til. 2003 hætti Alexander í hljómsveitinni og Roope Latvala kom í staðinn. Ástæðan fyrir nafnbreytingunni nenni ég ekki að segja hér, en má finna í heimldarmyndinni Chaos Ridden Years. [youtube]http://youtube.com/watch?v=4Q-gNnhYjw8
Helíslenskur svartmálmur. Textar plötunnar eru held ég allir fengnir úr Völuspá. Forsprakki hljómsveitarinnar, Eldur, ætlar sér víst að syngja alla Völuspá en með komu þessarar plötu sýnist mér hann vera búinn með yfir helming kvæðanna. Tilkomumesta frónska svartmálmsplatan sem ég hef heyrt, einstaklega gaman að syngja með lögunum.
Nattestid ser porten vid er fyrsti fulllengdar diskurinn eftir hljómsveitina Taake. Þá var stofnandi hljómsveitarinnar Ulvhedin Höst eini meðlimur hljómsveitarinnar.
Hér er mynd af hljómsveitinni Blue Cheer sem var stofnuð árið 1967.