Bloodbath að stela Gorement logoinu, hmmm?
Nifelheim er sænkst black metal band sem hefur verið starfandi frá 1990, en gáfu þó ekki út sína fyrstu breiskífu fyrr en 5 árum seinna. Bandið hefur alveg sannað sig í mínum augum sem eitt af flottustu black metal böndum allra tíma, plöturnar Nifelheim(1995) og Servants of Darkness(2000) eru plötur sem hafa lengi verið á fóninum hjá mér og aldrei fæ ég leið á hröðum riffum,klikkuðum gítarsólóum hjá Tyrant eða skerandi öskrum hjá Hellbutcher.
Fuckin sweet band.