1349 - Liberation Árið 1997 var norska black metal bandið 1349 stofnað af þeim Ravn, Tjalve, Seidemann og Balfori.
1349 er það ár sem svartidauði barst til Noregs og varð valdur af dauða 2/3 þjóðarinnar og er bandið nefnt eftir því ártali.
Bandið gaf út tvö demo og eitt EP áður en að fyrsta breiðskífa þeirra, Liberation, leit dagsins ljós.

Liberation var fyrst gefin út árið 2003 af Candlelight Records og síðan endurútgefin árið 2005 af Apocalyptic Empire Records.
Platan inniheldur 10 lög og eru flest í kringum fjórar mínútur hvert.

1. Manifest 04:05
2. I Breathe Spears 04:26
3. Riders of the Apocalypse 04:36
4. Deathmarch 01:07
5. Pitch Black 03:20
6. Satanic Propaganda 03:44
7. Legion 04:56
8. Evil Oath 03:48
9. Liberation 05:21
10. Buried By Time and Dust (Mayhem cover) 03:05

Heildarspilunnartími: 38:28

Line-up (eins og það var þegar platan var tekin upp):
Ravn: Söngur
Archaon: Gítar
Tjalve: Gítar
Seidemann: Bassi
Frost: Trommur

Núverandi line-up er óbreytt nema það að Tjalve yfirgaf bandið árið 2006.

Mæli með að fólk sem fílaði hinar plötur þeirra og hefur gaman af hröðum black metal skoði þessa plötu ef þeir hafa ekki gert það fyrr.