Metall Þýska ofur metalcore hljómsveitin Heaven Shall Burn er væntanleg til Landins 14. júní næstkomandi. Fyrir ykkur sem viljið kynna ykkur sveitina fyrir tónleikana, kíkið á heimasíðu sveitarinnar sem er að finna á http://www.heavenshallburn.com . Íslensku hljómsveitirnar Snafu og Andlát hita upp. Þetta er kjörið tækifæri að sjá eðal evrópskt Metalcore eins og það gerist best. Tónleikarnir verða haldnir 14. júní í Tónabæ (Safamýri 28), og það kostar einungis 800 krónur inn. Þetta er eitthvað sem allir verða að kynna sér!