Einn fremsti trommuleikari okkar tíma, atómklukkan Tomas Haake úr Meshuggah spilar hér með laginu Clockworks. Einhverjir hafa verið að agnúast út í nýrra Meshuggah efnið, en sjálfur er ég mjög hrifinn af því hvernig Meshuggah hefur þróast í gegnum árin, finnst þeir alltaf ná að koma inn nýjum pælingum á hverri plötu og halda þessu frumlegu á meðan Djent-stefnan sem þeir eiga vafalaust mikinn þátt í að koma á kortið virðist hafa staðnað frekar mikið í pælingunum sem þeir voru með á Nothing, allavega rythmískt séð.

Nú stefnir allt í að þeir gefi út nýja plötu 2022 og ég er mjög spenntur fyrir því hvað þeir munu bera á borð. Ég vona að ég lendi ekki í sama veseni og síðast og myndbandið embeddist ekki mörgum sinnum, en það virðist vera þannig að youtube-linkar komi ekki inn í póstinn fyrr en eftir að maður postar.