Jæja, þá er þessum bíóstórviðburði, því miður, lokið. Djöfull var ég sáttur með það hve margir létu sjá sig;D

Persónulega fannst mér allar hljómsveitirnar standa sig frábærlega og var þetta allt bara mjög vel útfært, reyndar fannst mér vanta aðeins uppá sándið hjá Slayer en það var ekkert til að pirra sig á.

Annars var Nothing else matters laaaangflottasta lagið á tónleikunum og gaman að sjá stemninguna sme myndaðist yfir því í bíóinu.

Svo var náttúrulega alltof epískt þegar allar 4 hljómsveitirnar stigu á svið og tóku Am I Evil? ;D

Einnig þegar Metallica lokaði þessu á sígilda ellismellnum Seek & Destroy!