Svissneska melodeath/folk metal sveitin Eluveitie er að fara að gefa út nýja plötu þann 19. þessa mánaðar, og hafa sett öll lögin af henni upp á MySpace-síðuna sína til að gefa fólki forsmekk á sæluna. Datt í hug að deila þessum upplýsingum með ykkur hér á /metall, af því að ég veit að það eru amk einhverjir hérna sem fíla Eluveitie.

Ég er sjálfur ekki búinn að hlusta á þetta allt, svo ég ætla ekki að leggja dóm á plötuna í heild, en það sem ég hef heyrt lofar mjög góðu - meira skylt við fyrri tvær plötur sveitarinnar, Spirit og Slania, heldur en þá þriðju, Evocation I: The Arcane Dominion sem var órafmögnuð.
Peace through love, understanding and superior firepower.