Ég var að fá veður af þessu bandi og er alveg totally gobsmacked.

Bandið heitir Leprous og er frá Noregi, stofnað 2001. Ihsahn ku hafa séð þessa drengi live og hrifist svo að hann réð alla meðlimi bandsins á staðnum til þess að spila með sér á sínu live giggum. Ennfremur var söngvari sveitarinnar ráðinn til að syngja með Emperor á þeirra reunion tour 2006-07.

Eftir sveitina liggur núna ein stúdíó plata, Tall Poppy Syndrome sem kom út 2009.

Tónlistin er verulega progressive skotin á alveg þennan sérstaka norska máta, rétt eins og efni Ihsahn. Efnið er ekki eins þungt og efni Ihsahn og er að mestu sungið með clean rödd Einars Solberg söngvara. Blandast saman rólegir kaflar við harðari þar sem söngvarinn skiftir stundum yfir í growl rödd þegar við á. Verulega efnilegt band, þar sem meðlimirnir eru á aldrinum 18-21.

Hér er hið frábæra lag alveg Passing. Gæsahúðin kom ekki hjá mér fyrr en við fjórðu hlustun…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=nim10BdaTMw

Hér er lagið He Will Kill Again
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=jnWwH4psfwA

Verður gaman að sjá drengina á Wacken þar sem þeir munu spila með Ihsahn.
Resting Mind concerts