Yep! Þetta eru gleðifréttir miklar skal ég segja ykkur.

Konungar trashins, SLAYER, mæta á kreik. Þetta er einungis annað sinn sem bandið spilar á Wacken.
Finnska sveitin AMORPHIS eru einnig líklega staðfestir, en sveitin gaf út hina frábæru Skyforger núna í ár.

Lineupið núna er því:

1349 - Black Metal af bestu sort.
AMORPHIS - Ein allra fremsta metal sveit Finnlands. Hands down.
ARCH ENEMY - Sænsku melodeath meistararnir með Angelu Gossow í öskrunum.
CALIBAN - Eitt stærsta metalcore band Þýskalands.
CANNIBAL CORPSE - Legends of Death Metal. Íslandsvinir með meiru.
CORVUS CORAX - Epískt folk metal frá Þýskalandi. Setja alltaf risa-show á laggirnar á Wacken.
DESPISED ICON - Deathcore frá Kanada.
DIE APOKALYPTISCHEN REITER - Þýskt band með þýskum textum. Power metall með epískum áhrifum.
EDGUY - Eitt fremsta power metal band Þýskalands.
EKTOMORF - Thrash frá Ungverjalandi.
ENDSTILLE - Þýskt Black Metal. Með nýjan söngvara í farteskinu.
GHOST BRIGADE - Doom/sludge frá Finnlandi sem er að gera allt vitlaust.
GRAVE DIGGER - Gamlar þýskar risaeðlur í Heavy Metalnum. Sjaldan verið eins hressir og í dag.
IMMORTAL - Meistarar norska blackmetalsins. Þarf að segja meira?
IRON MAIDEN - Breska stálið… Voru algjörlega frábærir á Wacken 2008.
MÖTLEY CRÜE - Kóngar bandaríska sleeze metalsins mæta á svæðið. Dr. Feelgood mætir á svæðið einnig.
ORDEN OGAN - Sjóræningametall í anda Running Wild.
SLAYER! - Kings of Thrash Metal. Einhverjar spurningar?
STRATOVARIUS - Stærsta power metal band Finnlands með 12 studio plötur á bakvið sig.
THE DEVIL'S BLOOD - Satanískir ritualar og psycadelic rokk-metall.
TORFROCK - Þýskir djammrokkarar.
U.D.O. - Gamli jálkurinn úr Accept, Udo Dirkschneider, hér á ferðinni með hljómsveit sína á bakvið sig.
W.A.S.P. - Blackie Lawless og co. Meistarar shock metalsins.
Resting Mind concerts