Ég gluggaði í gegnum eitt Metal Hammer blað sem ég fékk í hendurnar á Wacken. Þegar ég kíkti í gegnum umsagnirnar í blaðinu, sá ég að plata nr. 2 í “soundcheckinu” var nýjasta plata rúmensku/þýsku sveitarinnar Powerwolf, Bible of the Beast. Fyrir þá sem eru ekki kunnugir þessu “Soundcheck” dæmi, þá er þetta orðið nokkuð algengt í þessum tímaritum að ákveðnar plötur sem eru gagnrýndar fá einkunn frá jafnvel öllum gagnrýnendum blaðanna og svo er meðaltalið, ásamt einkunnum hvers og eins, birt. Í viðkomandi blaði var t.d. nýjasta plata Isis á toppnum, með örlítið betri einkunn. Sú plata var líka plata mánaðarins en plata nr. 1 á þessum téðum sándtékk listum er oftar en ekki plata mánaðarins.

En, þetta með Powewolf kom mér ekkert sérstaklega á óvart, því ég á síðustu plötu kappanna Lupus Dei og er þar afbragðs málmur á ferðinni.

Hér er lagið Prayer in the Dark

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Dnd_dzh_O8M

Ég er núna búinn að tékka á Bible of the Beast, og get staðfest að þetta er alveg afrbragðs metal plata. Þetta er nokkuð bombastic á köflum, vocallinn er kröftugur mid-range, nokkuð hrár og mjög góður. Inn á milli koma svo raddanir og einstaka kórar sem minna ef eitthvað á tóna úr verkum eins og Carmina Burana.

Þessir kauðar eru líka mikið augnayndi og sanna að corpsepaint er ekki bara flott í blackmetalnum… hehe

http://www.powerwolf.net/content/pic/Promo/Bible/images/p1.jpg

Hér er eitt lag af plötunni. Hið afbragðs góða lag Raise your fist Evangelist:
http://www.powerwolf.net/content/pic/Releases/raise%20your%20fist.mp3

Fleiri lög má nálgast á myspaceinu þeirra: http://www.myspace.com/powerwolfmetal

We Take the Church by storm
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=O9Ifte88TNk
Resting Mind concerts