Ég var að uppgötva finnsku súpergrúppuna Northern Kings í dag og langaði að deila henni með ykkur. Hana skipa fjórir söngvarar:

Jarkko Ahola (úr Teräsbetoni, var áður í Dreamtale),
Marco Hietala (bassaleikari/söngvari Nightwish og Tarot),
Tony Kakko (úr Sonata Arctica) og
Juha-Pekka Leppäluoto (úr Charon).

Ég veit ekki hvort þeir eru með hljómsveit með sér eða hvort þeir ráði bara session-listamenn til að spila undir. Northern Kings semur hins vegar ekkert efni, heldur eru þeir eingöngu coverhljómsveit. Þeir eru búnir að gefa út tvo diska, Reborn (2007) og Rethroned (2008), og covera á þeim mörg klassísk lög á borð við Rebel Yell með Billy Idol, Ashes to Ashes með David Bowie, Creep með Radiohead, A View to a Kill með Duran, Duran, Take On Me með A-Ha og fleiri.

Hér eru nokkur tóndæmi af ÞúRörinu:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xKwQKqQ8MMY
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=w0bLaQloeg0
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NxxCyze37hQ
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AlupRATWkm0
Held að öll lögin þeirra séu á YouTube, þið kunnið að leita ef þið viljið meira :) Svo eru þeir með MySpace líka.

Bætt við 1. maí 2009 - 18:00
Smá viðbót: I Should Be So Lucky með Kylie Minogue, tekið og gert FOKK KRÍPÍ :|

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Zt6Obe4tk3s
Peace through love, understanding and superior firepower.