Þeir sem treysta sér í að prófa að syngja með metalcore bandi endilega sækja um hjá okkur í Wistaria. Við erum í miðjum upptökum á plötu og mun gamli söngvarinn syngja inn á plötuna en í leiðinni leitum við af nýjum söngvara til að fylla upp í hans skarð.

Það sem viðkomandi þarf að geta er: Öskur, bæði high-pitch og low-pitch. Helst growl líka, það væri mikill plús og einnig væri ágætt ef hann gæti sungið clean (skiptir ekki svo miklu máli).

Ekki vera feimnir, við erum tilbúnir að taka æfingu með þeim sem hefur áhuga núna um helgina eða í vikunni.

Ef þú hefur áhuga, hringja í síma 699-6129 eða 846-0999.

Myspace til að sýna hversskonar metall þetta er: http://www.myspace.com/wistariatheband