CRANIUM KYNNIR
VEISLA TIL HEIÐURS ÍSLENSKU DAUÐAROKKI
LAUGARDAGINN 31 JANÚAR 2009 Í NÝLISTASAFNINU
Nýlistasafnið er staðsett að Laugavegi 26 (Grettisgötumegin) og er frítt inn.


Verk myndlistarmannsins Sigurðar Guðjónssonar „SVO AUÐS VERÐI GÆTT“ verður flutt í Nýlistasafninu laugardagskvöldið 31.janúar kl. 20:00-23.00.

Verkið samanstendur af röð frumsamdra og kjötmikilla athafna sem rannsaka dauða, drauma og heilagleika. Undirtóninn eru hræringar í íslensku dauðarokkssenuni sem listamaðurinn hefur verið virkur þátttakandi í síðastliðinn 20 ár, m.a sem liðsmaður hljómsveitarinnar Cranium. „SVO AUÐS VERÐI GÆTT” er unnið í nánu samstarfi við ýmsa þekkta íslenska listamenn og munu m.a aðilar úr dauðarokkssveitunum Sororicide, Strigaskóm Nr.42, Cranium og Severed Crotch koma fram sem ásamt Biogen, Ófeigi Sigurðrssyni, Bjarna Grímssyni, Magnúsi Árnasyni. Úlfi Hanssyni, Bjarna Klemenz og fleirum.

Þetta kvöld í Nýlistasafninu er fyrsti kaflinn í þessu verkefni Sigurðar en aðrir hlutar munu eiga sér stað á Vogum á Vatnsleysuströnd og Bergen í Noregi. Verkefnið verður svo sýnt í heild sinni í Reykjavík í lok árs 2010.

Nýlistasafnið er staðsett að Laugavegi 26 (Grettisgötumegin) og er frítt inn.

Nýlistasafnið/The Living Art Museum
Laugavegi 26
101 Reykjavík
Tel:+354 551-4350
www.nylo.is


www.sigurdurgudjonsson.net
Resting Mind concerts