Lagið heitir Ascendant og verður á plötunni Kolossus sem kemur út þann 6. Júní næstkomandi hjá Nuclear Blast.

Mér, sem miklum Keep of Kalessin aðdáanda, finnst lagið þrælgott. Stefnir samt í mun melódískara efni og ekki jafn mikla keyrslu og á Armada. Söngurinn í byrjun finnst mér þó tæpur en hann er af sama tagi og þeir beittu svolítið á Armada, harsh hróp einhversskonar. En lagið verður, að mér finnst, betra eftir því sem líður á lagið, flott sóló til að mynda.
Bandið hefur þó þróast hratt og eru gjarnan sagðir bera fána ,,modern black metal."

http://www.myspace.com/11460769
Born to Raise Hell