Ég ætla að deila með ykkur afskaplega …sérstöku… YouTube myndbandi sem mér var bent á í dag. Það krefst hinsvegar smá útskýringar:

Sú kenning gengur á vissum svæðum á netinu að ef manni dettur eitthvað nógu fáránlegt í hug, þá verður það sjálfkrafa til, einhvers staðar á netinu. Ég held að ég sé orðinn nokkuð trúaður á þessa kenningu…

Þannig var að ég lenti í umræðum við kærustuna mína í gærkvöldi, sem spunnust af því að gamli diskósmellurinn Stayin' Alive kom á playlistanum hennar beint á eftir Love Will Tear Us Apart (með Joy Division). Portúgalska metalhljómsveitin Moonspell hefur gert mjög gott cover af Love Will Tear Us Apart, svo gott að ég tengi það lag miklu frekar við Moonspell en Joy Division. Þegar Stayin' Alive kom svo beint á eftir small eitthvað í hausnum á mér: “Heeeeeey, hvernig væri þetta lag, coverað af einhverri brjálað þungri (death)metalsveit?”

Samkvæmt kenningunni var það þessi hugmynd mín sem leiddi afturvirkt að þessu myndbandi, sem félagi minn benti mér á í dag:

http://www.youtube.com/watch?v=F4otKATtoW4


>_
Peace through love, understanding and superior firepower.