Nú veit ég ekki hversu margir hafa séð eina grein í nýjasta tölublaði Verðandi, en þar er grein um Thrash metal, þá aðalllega Slayer, þar sem nafnið Thrash-Metal hefur verið þýtt sem Rusl-Rokk.

Ekki nóg með þessa fáránlegu þýðingu heldur eru í þessari stuttu grein þónokkrar staðreyndavillur sem stinga í augun.

Ég hafði hingað til verið nokkuð hlutlaus gagnvart þessu blaði, en ég get nú ekki sagt að maður geti tekið mikið mark á blaði þar sem svona villur eru settar í prent. Þetta blað er mjög gott framtak, og greinin sjálf hafði möguleika til að vera mjög góð því það er ekkert að því að koma metal umræðu meira á yfirborðið, en þetta fannst mér skemma mjög mikið fyrir. En það er líka bara mín skoðun.

Hvað fynnst ykkur kæru hugarar og metal-unnendur? Hafið þið lesið þessa grein, og ef svo er, hvað fannst ykkur um hana?
In such a world as this does one dare to think for himself?