Þungametall myndaðist fyrst út frá mismunandi tegundum af rokki ,það geta flestir metalhausar verið sammála um það.
En síðan þróaðist þungametallinn yfir í fjölmargar mismunandi tegundir og sitt sýnist hverjum í þessum efnum.
Speedmetal og trashmetal flokkuðust samt vel í sundur ,þar sem að trashmetal var mun þyngri ef svo má segja.
Þaðan af þróuðust flestar tegundirnar sem að þekkjast í dag og hér nefni ég nokkrar ;Power metal ,Black metal ,Death metal ,Folk metal ,Doom metal ,Classic metal ,Glam metal ,Gothic metal ,Progressive metal ,Viking metal ,Groove metal og svo mætti lengi telja.

Einnig er mikið um blöndur af metal og þar má nefna Industrial metal ,Grindcore og Rap metal sem dæmi.

Ég vil taka það fram að ég er enginn sérfræðingur í þessum efnum.

Markmiðið með þessari grein er að vekja upp vangaveltur um þessar mismunandi tegundir af metal.