Oki, núna er Lamb of God farin að verða mjög þekkt hljómsveit hérna á þessu áhugamáli, og þótt að flestir hérna virði og kunni að meta þessa hljómsveit, þá er ekki hægt að komast hjá því í hinum stóra heimi internetsins, að mjög margir á erlendum vettvangi eru mjög mikið á móti þessari hljómsveit og segja að hún spili ekki metal, heldur einhverja útþynnta útgáfu.

Nú ætla ég ekki að reyna að segja að ég viti allt um Metal, en ég get bara ekki skilið þessa skoðun. Þegar fólk segir að þetta sé ekki sannur metall, heldur eingöngu metalcore rusl eitthvað (þeirra orð ekki mín) þá er margt sem mig langar að vita.

1) Hver er eiginlega skilgreiningin á Metal-core? Ég veit að hundleiðinglegar hljómsvetiri eins of Avenged Sevenfold og annað þessháttar er kallað Metalcore, en ég skil ekki hvernig grófari hljómsvetiri líkt og Lamb of God eiga heima í þessum flokki

2) Hvað er eiginlega átt við með “sönnum metal”?. Er það eingöngu power metal, NWOBHM, thrash og aðrir þessháttar flokkar sem flokkast sem metall?

3) Mér finnst mjög margir vera á þeirri skoðun að allur metall sem er framleiddur á síðustu 10 árum sé ekki þessi “sanni metall”, líkt og þetta fólk kalli bara allt sem er nýlegt í metalsenunni þetta, eins og það sé ekki til góður metall lengur, en kannski er það misskilningur hjá mér.


Eins og staðan er í dag þá hef ég það á tilfinningunni að þetta fólk sem er á þessari skoðun geti ekki sætt sig við þá staðreynd að metall þróast, og er þessvegna síkvartandi yfir öllum nýjum hlutum. Er það bara rugl í mér?

ATH! ÉG er ALLS EKKI að segja að Nu-metal bönd eins og Korn og Slipknot eigi skilið að vera kallaður Metall því e´g er ekki á þeirri skoðun. Ég er eingöngu að tala um Metalcore bönd sem eru meira metall en -core, bönd sem eru einhverja hluta alltaf flokkuð sem “annars flokks”. Ekki hljómsveitir eins og Trivium.

Vonandi gerði ég mig skiljanlegan og vonandi getið þið svarað. Ef ég hef algjörlega rangt fyrir mér með allt sem ég er að segja hérna þá leiðréttið þið mig endilega, en mig vantar að skilja þetta aðeins betur.
In such a world as this does one dare to think for himself?