Þannig vill svo til að ég er í dægurtónlistarvali í skólanum. Við fengum þetta verkefni:
Fyrir næsta tíma (7. desember) ætla allir að mæta með útprentaðan lagalista fyrir geisladisk með þema. Auðvitað er ágætt ef þið komið með disk með þessari tónlist en það er ekki nauðsynlegt.

Þemað má ekki vera flytjandi lags, þjóðerni eða annað þess háttar. Það getur hins vegar verið eitthvað í textum sem tengir lögin saman, sami sessionleikari, hljómsveitanöfn o.s.frv. o.s.frv. Nýtið ímyndunaraflið.

* Listinn þarf að innihalda lagaheiti og heiti flytjanda, lengd hvers lags og heildartíma
* Öll lögin eiga að vera frá tímabilinu 1950-1981
* Tónlistin á að falla undir „dægurtónlist“
* Diskurinn þarf að vera a.m.k. 35. mín. og í mesta lagi 76 mín.
En nú er ég í smá vandræðum, planið er að koma með einhverja skemmtilega metal tónlist, en þar sem ég er aðalega í Black, Death & Folk Metal, ásamt Metalcore og fleiri svipuðum stefnum sem ekki voru byrjaðar að krafti, eða yfirhöfuð, á þessu tímabili sem lögin eiga að koma frá veit ég ekki mikið í mitt auma höfuð um það hvað ég ætla að gera.

Þess vegna leita ég til ykkar kæru hugarar, til að hjálpa mér við val og í leiðinni get ég kynnt mér eitthvað af þessu eldra dóti.

Það sem ég vissi fyrir var að Black Sabbath voru byrjaðir að gefa út efni í tonnatali á þessum tímum og eftir stutta leit á wikipediu komst ég svo að því að Ozzy Osbourne á sínum “sólóferli” og Quiet Riot með honum Randy Rhoads voru líka eitthvað komnin í gang á seinni hluta þessa tímabils, meira veit ég ekki.

Allar hugmyndir og uppástungur um hljómsveitir og lög eru vel þegnar. :)