Sælir metalhausar

Þar sem ég er bara nýbyrjaður að fylgjast með þessu áhugamáli, þá tók ég mér þónokkra klukktíma í að skoða meirihlutann af efni sem hefur verið sent hingað inn.

Undanfarnir korkar hafa fjallað mjög mikið um hnakka og hvað aðrir metalhausar hata þá og segja að þeir séu kellingar og blablabla. Meirihlutinn af vinum mínum eru hnakkar. Stunda ljós, hlusta á fm957 og svo framvegis. Ég heng með þeim, og hlusta á metal. Það er frekar erfitt, þar sem ég get aldrei ákveðið hvaða tónlist á að blasta =(. (Mér hefur tekist að fá einn vin minn til að byrja hlusta á In flames, þetta er allt að koma.)

En núna langar mig að spurja að einu. Þar sem meirihlutinn af vinum mínum er hnakkar og klæða sig í tískuföt, hef ég apað eftir þeim og klæði mig líka í þessi tískuföt, og mér finnst ekkert af því. T.d. Gallabuxur(ekkert ofur þröngt), pólóskyrtu og svo eitthverji fínni peysu. Ljóst hár, með strípur.

Ýmindið ykkur nokkurnveginn þessa persónu. Þið sjáið hana úti, og hugsið“Vá, hnakki!!” eða eitthvað. Svo ef ég myndi spjalla viið ykkur og þið mynduð komast af því að ég hlusta á metal, myndi ég hækka í áliti hjá ykkur eða vera ennþá “Vá, hnakki!!” ? Hvort er það útlitið sem skiptir máli eða persónuleiki?

Discuss please… =)

p.s. skítköst afþegin