Kvöldið gott fólk. Ég var að koma af þessum stórgóðu tónleikum í húsinu og spiluðu þar, í þessari röð: Amor e Morte, Mistur, Nevolution og Sign! Að mínu mati voru Mistur bestir því ég einfaldlega fíla ekki Death metal.

Ég reyndar fór aðeins fyrr af tónleikunum og kláraði ekki Sign en ég tel að þeir hafi verið búnir rétt í kringum ellefu. Þetta stóð s.s. frá átta til u.þ.b. ellefu og ég er viss um að enginn sá eftir því að mæta.

En það var sorgleg hlið á þessu líka, þar sem Gústi kvaddi Nevolution og voru margir ósáttir við það. Þeir sem voru þarna endilega segið hvað ykkur fannst

ég þakka fyrir mig