Hollenska sveitin After Forever gaf út nýja breiðskífu 8. september síðastliðinn, Remagine. Síðasta plata þeirra Invisible Circles er ein af mínum topp 5 uppáhalds plötum, svo ég var ekki lengi að panta hann hjá Valda um leið og ég frétti af honum. Eftir það fór ég svo á stúfana og tókst að verða mér úti um öll lögin af honum á netinu (nema eitt reyndar, því miður gengur ekkert að finna það).

Remagine er snilld. Ég er búinn að vera að hlusta nær stanslaust á þessi lög síðan ég downloadaði þeim. Stíllinn er bæði áframhaldandi þróun frá IC, orðinn aðeins meira industrial, (jafnvel *mætti* segja að sum lögin væru doldið poppuð en maður tekur samt ekkert eftir því) og á sama tíma visst afturhvarf til Descipher og Prison of Desire, því í sumum lögum má greina sterkan arabískan hljóm sem kemur mjög vel út.

Ég mæli eindregið með að fólk (sem fílar eða gæti fílað symphonic/industrial powergothmetal með söngkonu :) tékki á þessum disk og þessari hljómsveit!
Peace through love, understanding and superior firepower.