Sælir kæru hugarar,

Ég var í þessum skrifuðu orðum að koma af Mercenary tónleikunum á Grand Rokk.

Ég vil bara segja að þeir sem mættu ekki, þetta var geðveiki … út í gegn. Og þeir sem mættu, vitið hvað ég á við.

Hlakka til að vakna á morgun með hálsrýg (þursabit) og enga rödd.

Ég vil líka hrósa Þorsteini Kolbeins, Resting Mind concert, og alla þá sem stóðu að komu Mercenary til Íslands. Þó að það hafi ekki verið fjölmennt þarna áðan, þá var þetta geðveikt út í gegn. Haldið áfram að flytja inn aðra eins meistara.

Að lokum, þrefalt húrra fyrir ofangreindum aðilum,

Húrra, Húrra, Húrra!

Baráttu- og næturkveðja.