Góðan sólarhring kæru félagar!

Ég hef hlustað eilítið á Monster Magnet undanfarna daga, og er það að hluta til komið vegna þess að ég sá þá live í Englandi ekki fyrir svo löngu síðan. Þar sá ég þá taka einhvern sóðalegasta og svalasta stoner-metal slagara sem ég hef nokkurn tíman hlustað á, lagið þeirra “Space Lord”.

En nú er dálítið að angra mig. Þegar ég heyrði þá taka þetta lag þarna live, þá var það í fyrsta skiptið sem ég heyrði þetta lag, og hljómaði þá textinn eitthvað á þessa leið (m.a): “Well I sing… Space lord motherfucker!” og “Now open wide and say my name, Space lord motherfucker”.

Þegar ég kom aftur heim á klakann þá niðurhlóð ég þessu lagi samstundis (eða svona hérumbil) en heyrði þá aldrei “Space lord motherfucker” heldur einungis “Space lord mothermother”. Þarna missti þetta lag kúlið sitt svolítið fyrir mér, en ég bjóst þó bara við því að þetta væri eitthvað leiðinda ‘radio-edit’. Ég hef ekki reynt að ná mér í aðra útgáfu af þessu lagi, og ég á eftir að redda mér disknum sem þetta lag er á.

EN (með svakalega stórum stöfum) hvar sem ég hef leitað að texta þessa lags (hér og þar á Internetinu) þá er það ÁVALLT einmitt ritað “mothermother” en ekki “motherfucker”.

Nú kemur því aðal kjarni þessa korks. Er lagið bara einfaldlega svona, en taka þeir það með fucker-inu bara live, eða get ég fundið þessa snilld einhvers staðar með fucker-inu. Sko málið er, að þetta “mothermother” fer svakalega í taugarnar á mér (ég veit ekki af hverju, sorry…) og ég vil endilega fá að vita hvort þetta bara sé svona allstaðar hjá þeim, eða hvort ég sé bara með ‘radio-edit’ af þessu lagi.

Ef einhver stoner-metal gúru, eða Monster Magnet grúskari veit svarið við þessu, þá er það allsvakalega vel þegið.

Með fyrirfram þökkum,
maðurinn sem bara elskar orðið fuck! :D<br><br>————————–
You might have a lot of money and be famous, but the next time you talk shit about Slipknot and it's fans… We will kill you!
-Corey Taylor, sending a message to Fred Durst.
What is love? Baby don't hurt me, don't hurt me, no more…