Profanum
Á köldum vetrar degi í Póllandi árið 1993 var hljómsveitinn Profanum stofnuð.
Nafn hljómsveitarinnar þýðist sem „Fyrir framan Helgidóminn“ Einu ári síðar kom út þeirra fyrsta prufu útgáfa eingöngu gefinn út í mjög littlu magni á Kasettu þessi útgáfa bar nafnið„Under a Black Wings of Emperor“

Þetta var hrár svartmálmur með gothnesku ívafi og innihélt lagatitla eins og „The Ultimate Blasphemy“ og  „Darklord" Þessi litla prufu útgáfa átti þó ekkert skyllt við það sem koma skal seinna meir því hljómsveitinn átti eftir að prófa sig áfram og skapa eitthvað þá mest áhugaverðan bræðing af svartmálmi og djöfulgangi sem heyrst hefur.

Næst er það plata í fullri lengd "Flowers of Our Black Misanthropy" Gefinn út árið 1996 Og hér eru við farnir að sjá meira af því sem koma skal,Hljómsveitin er búinn að fjarlægjast ofur hráa hljóminn frá prufu útgáfunni og er hér kominn mun fágaðari útgáfa með syntha og hljómborð í bakgrunni.Andrúmsloftið á þessari plötu er frekar kirkjulegt á köflum og getur alveg tekið mann heljargripum í eitthverskonar trans.Ég get ímyndað mér að hljómsveitinn Batushka sé undir áhrifum frá Profanum þó báðar sveitirnar séu ólíkar á sinn hátt.
 
"A Descent into Medieval Darkness" prufu útgáfa gefinn út árið 1996 og "Profanum Aeternum - Eminence of Satanic Imperial Art" Þessar tvær útgáfur eru mjög sérstakar í fyrsta lagi eru engir gítarar og hér eru þeir undir mikklum áhrifum frá klassískri tónlist og þeir ná að gera þennan dularfulla bræðing af Djöfulgangi/Synthum/Klassík.Þetta er algjör skyldu hlustun,Andrúmsloftið er alveg magnað nokkuð eins og að heimsækja fallegustu hallir heims og ljótustu dýflyssur í senn.

Musaeum Esotericum" Árið 2001 Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessu plötu.Ég mæli vissulega með henni en hér eru þeir orðnir mikklu meira experimental heldur en á eldri plötum.Platan inniheldur 2 löng lög,Grimman söng blandað við kirkjutóna/syntha eins og áður hún er dularfull ljót og í senn falleg.Best væri hlusta á hana í heild á göngu gegnum Reykjavík á snjóþungu kvöldi og kannski kíkja við í vesturbæjar kirkjugarði?