Langaði nú bara að koma af stað smá umræðu um þessa tónleika sem voru núna 13 og 14 mái og voru kenndir við serðingar á nató.

Ég því miður komst ekki á fyrri tónleikana en náði sem betur fer seinni helming seinni tónleikana og djöfulsins f**king SNILLD!
Reyndar verð ég að viðrukenna að ég kom ekki fyrr en í síðasta laginu hjá fídel sem var svosem ágætt, en þá var mér tjáð að ég væri búinn að missa af Elexír sem mér hlakkaði nú einna mest til að sjá þarna, þeir tók víst bara einhver 3 lög sem mér finnst nú frekar lítið og gay af þeim.
AAAALLAVEGA… á sviðið stigu þeir félagar í Changer og komu mjög skemmtilega á óvart, mér hafði verið sagt að þetta væru sona conventional metal gæjar en mér fannst þetta nú jaðra við hardcore (allavega samkvæmt minni skilgreiningu). Þeirra helsta tromp að mínu mati var kick ass trommuleikari (sýndist þetta vera trommarinn úr shiva) en hann var alveg rooosalegur! Einnig smitaði hrein spilagleði gítarleikarnas soldið út frá sér og komu þeir fólkinu loksins á hreyfingu við sviðið og fá miklar þakkir fyrir það. Þessir tappar voru greinilega vel æfðir og þéttleikinn hjá þeim var gífurlegur og hlakkar mér til að heyra meira frá þeim.

Næstir stigu á stokk menn sem ég hafði heyrt mikið um en aldrei séð live, I Adapt, þar voru á ferð glaðir ungir menn sem tóku hreinlega alla í húsinu upp á rasshárunum og rifu þá með sér í geðveikri keyrslu og það var ótrúlega gaman að sjá hvað þeir skemmtu sér vel og það smitaði vægast sagt út frá sér því það fylltist fljótt svæðið fyrir framan sviðið og stemmingin óx hratt.
Áður en leið á löngu var sviðið orðið pakkað af fólki og allir hoppandi og syngjandi með… ef þetta yljar manni ekki um hjartarætur þá veit ég ekki hvað. Eins og söngvari hljómsveitarinnar orðaði það svo vel “það er fólk eins og þið sem gerið þessa senu þá bestu í heimi!” true,true.
Þeir voru to say the least óóógeðslega góðir og ætla ég að leggja mikið á mig að sjá og heyra meira í þessum piltum í framtíðinni.

Að lokum stigu svo á sviðið Forgarður helvítis sem keyrðu í gegn eins og 18 hjóla heróín trukkur og keyrslan á þeim var alveg óhugnarleg. Ég veit ekki alveg hvað ég þarf að segja meira um þessa gaura, líklega flestir metal unnendur á landinu sem hafa séð þá live og vita að þarna er á ferðinni the real deal. Mér fannst alveg geðveikt lag sem þeir tóku þarna með gítarleikaranum úr sólstöfum, Halla eða eitthvað svoleiðis, það var feitt spark í punginn. Eins og þeirra er von þá keyrðu þeir þetta þétt áfram af sinni einstöku snilld og voru fullkominn endir á þessu kvöldi.

Mjá, ég hef nú ekkert mikið meira um málið að segja að svo stöddu… endilega sendið inn smá “recap” á fyrrakvöldinu ef þið nennið, já og ekki verra ef einhver nennir að skrifa um böndin sem ég missti af þarna. Og ef þið misstuð af þessu öllu þá vill ég bara votta ykkur mína dýpstu og innilegustu samúð.

FUCK NATÓ OG ANDREA RÓBERTS ER FOX!!!

kveðja,
DamienK the newes fan of I Adapt